Nálgast eitt þúsund íbúðir

Björn Traustason framkvæmdastjóri Bjargs.
Björn Traustason framkvæmdastjóri Bjargs. mbl.is/Árni Sæberg

Björn Traustason, framkvæmdastjóri Bjargs íbúðafélags, segir áformað að afhenda eittþúsundustu íbúðina í sumar. Það muni í lok mánaðar hafa afhent yfir 900 íbúðir um land allt.

Bjarg hefur þar með byggt íbúðir fyrir rúma 50 milljarða, ef miðað er við hóflegan byggingarkostnað og afslátt af lóðaverði. Félagið er þar með orðið eitt stærsta leigufélag landsins en um þúsund íbúðir til viðbótar eru á teikniborðinu.

Uppbyggingin er fjármögnuð með stofnframlagi frá ríki og sveitar­félögum og lántöku hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Björn segir að þegar lánið sé uppgreitt muni félagið endurgreiða stofnframlagið og svo hafa varanlegar tekjur af viðkomandi eign. Þær tekjur verði nýttar til áframhaldandi uppbyggingar.

Horfa til reynslu Dana

Með því muni Bjarg í tímans rás eignast eignasafn upp á hundruð milljarða króna. Horfir Björn þar ekki síst til reynslu Dana en yfir hundrað ára reynsla sé komin af slíkum félögum í Danmörku.

Biðlistinn lengist

Á þriðja þúsund manns býr nú í íbúðum Bjargs en þeim fjölgar um nokkur hundruð á ári. „Við undirbúning verkefnisins var metið að leigufélagið þyrfti að vera með að lágmarki þúsund íbúðir til að ná fram hagkvæmni í rekstri. Þörfin er mikil en nú eru um 2.700 manns á biðlista sem lengist stöðugt,“ segir Björn.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert