„Þetta hefur gengið vel og það hefur verið heldur meira tempó í aðgerðunum síðan samið var. Það verður ekkert rof á þessum aðgerðum enda er mikilvægt að þessar konur fái þjónustu,“ segir Sigurður Ingibergur Björnsson, framkvæmdastjóri Klíníkurinnar.
Tilkynnt var um það í lok nóvember að Sjúkratryggingar Íslands hefðu samið við Klíníkina um kaup á endómetríósuaðgerðum til að vinna niður biðlista. Fyrst um sinn gilti samningurinn aðeins í mánuð eða út árið. Hann var síðan framlengdur um áramótin og gildir nú út þetta ár að sögn Sigurðar. „Greiðsluþátttakan er lykilatriði. Það eru réttindi sjúklinganna að koma þessu í gott horf og engin rök fyrir öðru.“
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.