Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að ef öskugos kæmi upp á Reykjanestánni, þar sem jarðskjálftahrina hófst á föstudag, sé viðbúið að það hefði áhrif á starfsemi Keflavíkurflugvallar.
Mestar líkur séu á því að eldsumbrotatímabil sé hafið á Reykjanesi og breyttur raunveruleiki blasi við.
Síðasta eldsumbrotatímabil á Reykjanesi stóð yfir í 300-400 ár. Bendir Þorvaldur á að undir lok síðustu Reykjaneselda hafi fylgt 30 ára tímabil þar sem alls gaus átta sinnum á Reykjanestánni.
„Mann grunar að það sé kvikuhreyfing sem veldur þessari hreyfingu eins og var fyrir helgi. Þarna gaus reglulega á árunum 1210-1240,“ segir Þorvaldur.
Nánar var fjallað um hræringarnar á síðu 2 í Morgunblaðinu í gær, mánudag.