Fundi Eflingar og Samtaka atvinnulífsins með Ástráði Haraldssyni, settum ríkissáttasemjara, var að ljúka og hefur annar fundur verið boðaður klukkan 10 í fyrramálið.
Ástráður boðaði fulltrúa Eflingar og SA til fundar klukkan níu í morgun í Karphúsinu og hafa fundir staðið yfir mestallan daginn.
Hlé var gert á fundarhöldum um klukkan 17 en klukkan 20 í kvöld settust deiluaðilar á ný við fundarborðið.
Formlegar viðræður eru þó enn ekki hafnar.