„Held að verkfallið leysist í dag“

Kim var í forsvari fyrir hóp hótelstarfsmanna.
Kim var í forsvari fyrir hóp hótelstarfsmanna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mikil bjartsýni og jákvætt hljóð er í þeim sem ræddu við mbl.is á samstöðufundi Eflingar í Hörpu. Flestir eru á því að verkfallið muni standa stutt yfir. Enn eru forsvarsmenn Eflingar ekki komnir í hús en fjölmargir hafa lagt leið sína í Norðurljósasalinn. Þær upplýsingar voru að berast að búist sé við Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar í hús á hverri stundu.  

„Ég held að þetta verkall muni leysast í dag.“ 

Af hverju heldurðu það?

„Því verkfall er of dýrt fyrir eigendur hótelsins,“ segir Amed sem er starfsmaður í eldhúsi á Foss hótelum. Amed er ekki einn um þessa afstöðu sína ef marka má spjall blaðamanns við gesti. 

Amed sem er hér til vinstri hefur trú á því …
Amed sem er hér til vinstri hefur trú á því að verkfallið leysist fljótt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Undirbúin í hvað sem er

Sumir eru þó ekki eins vissir um að þetta muni leysast fljótt.

„Þetta verkfall kom mér á óvart því ég er þegar búin að fara einu sinni í verkfall. Ég bý mig eiginlega undir hvað sem er,“ segir Kim sem starfar fyrir Parliment hotel sem tilheyrir Berayja.

Eins og gengur vilja sumir ekki koma fram undir nafni. En tveir ónafngreindir viðmælendur sem starfa á hótelum eru áfjáðir um að koma því að framfæri að það sé komið mjög vel fram við þá í vinnunni. 

Niðurstaðan kom á óvart 

Einn þeirra sem segir vel komið fram við sig er Maceej sem er starfsmaður í eldhúsi á Hótel Edition. „Þessi niðurstaða kom mér á óvart. Ég hefði haldið að það væri hægt að semja um mannsæmandi laun,“ segir hann. Hann segist jafnvel búast við löngu verkfalli. „Ég er reiðubúinn í hvað sem er,“ segir Maceej. 

Maceej er hér til hægri ásamt samstarfsmanni á Edition hótel.
Maceej er hér til hægri ásamt samstarfsmanni á Edition hótel. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka