Vilja stöðva verkfallið sem fyrst

Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins.
Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við erum að horfa upp á samfélagið verða fyrir tjóni á hverjum einasta degi núna. Það er að aukast með því verkfalli sem hófst í dag. Það viljum við öll sem samfélag stöðva, sem allra fyrst. Það er enginn sem græðir á þeim til lengri tíma litið.“

Þetta sagði Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, í Karphúsinu í dag að loknum fundi með samninganefnd SA, Eflingar og sáttasemjara.

Sömu hugmyndir og kynntar voru í janúar

Eyjólfur var vongóður að fundinum loknum, sem stóð yfir frá níu í morgun þar til um fimm í dag. Fundur hefst aftur klukkan 20.

Eru Samtök atvinnulífsins með sömu hugmyndir uppi á borðinu, eða hafið þið þurft að draga í land vegna verkfallsins?

„Við erum með sömu hugmyndir á borðinu og við höfum verið með síðan í janúar. Og við hefðum gjarnan viljað ræða það nánar við Eflingu.“

Líst vel á nýjan sáttasemjara

Eyjólfur segir SA hafa mætt með hóflegar væntingar í morgun.

„Við áttum ekki von á því að vera hér í lok dags, síðan klukkan níu. Og áttum ekki von á því að hittast klukkan átta í kvöld. Það er jákvætt skref.“ Hann kveðst ánægður með settan ríkissáttasemjara:

„Hann hefur áður verið til að aðstoða í þessu og við höfum ætíð átt gott samstarf við Ástráð. Mér líst vel á hann og að hans sýn komi inn í þetta mál.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert