Lög á verkfallið óhjákvæmileg

„Ég neita að trúa því að stjórnmálastéttin grípi ekki inn í,“ segir Friðrjón R. Friðjónsson, borgarfulltrúi og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, dragist verkfall Eflingar á langinn með víðtækum afleiðingum fyrir þjóðlífið. „Það er ábyrgð stjórnmálamanna að leyfa ekki svona sjálfskaðaferli að eiga sér stað. […] Ef þeir gera það ekki, til hvers eru þeir þá?“

Þetta kemur fram í viðtali við Friðjón í Dagmálum, streymi Morgunblaðsins á netinu, sem opið er öllum áskrifendum. Hann telur að verði ekki samið á næstu dögum komist ríkisvaldið ekki hjá því að setja lög á verkfallið innan 1-2 vikna.

Hverfist meira um forystumennina

„Ef við erum komin í það að þjóðfélagið sé hreinlega stopp. Fólk komist ekki til þess að sækja nauðsynjar eða búðir séu að verða tómar…“ Þá þurfi að setja lög. „Já, innan svona tveggja vikna. Það hlýtur að vera.“

Í þættinum ræðir Friðjón, sem lengi hefur fengist við almnannatengsl, meðal annars um nýja ásýnd kjarabaráttu, sem hefur að meira leyti verið háð á félagsmiðlum að hætti áhrifavalda, en um leið hverfist hún meira um forystumenn stríðandi fylkinga en málefnin, sem að baki búi. Þá þróun þekki menn einnig úr stjórnmálum, þar sem leiðtogastjórnmál hafi orðið æ meira áberandi á undanförnum árum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert