„Mér finnst það synd og skömm að rífa þessa brú. Þarna eru þrjár brýr á sömu ánni með stuttu millibili. Þær eru í mínum huga menningarverðmæti. Svo er það dýrt að rífa brúna, gilið er svo djúpt,“ segir Agnar Eiríksson, fyrrverandi vélamaður í Fellabæ, sem kom þeirri hugmynd á framfæri við sveitarstjórn Múlaþings að brúin á Gilsá á mörkum Skriðdals og Valla fái að standa en nú er verið byggja nýja brú.
Tvær brýr eru nú yfir Gilsá og sú þriðja er í smíðum, tvíbreið nútíma brú með hindrunarlausri aðkomu. Elsta brúin er frá árinu 1908 og kom hún í stað eldri trébrúar. Minjastofnun bendir á í umsögn um erindi Agnars að sú brú sé talin einstök fyrir þær sakir að hún er fyrsta járnbrúin sem að öllu leyti er íslensk smíði.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.