Ólafur Pálsson
Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks um að endurskoðunarákvæði samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins verði virkjað var felld í borgarstjórn í gær með atkvæðum borgarfulltrúa meirihlutans og Vinstri grænna með hjásetu borgarfulltrúa Sósíalistaflokksins.
„Meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur er búinn að einangra sig frá öðrum bæjarfélögum með því að fella tillögu okkar, þar sem bæjarstjórar annarra sveitarfélaga hafa lýst áhyggjum sínum af þessum samgöngusáttmála og þessum vanefndum og vanáætlunum,“ segir Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.