„Eigum enga möguleika í veröld Pútíns“

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra ræðir við blaðamann mbl.is.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra ræðir við blaðamann mbl.is. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við eig­um enga mögu­leika í ver­öld Pútíns og þess vegna þarf niðurstaðan af þessu öm­ur­lega, til­gangs­lausa og ógeðfellda stríði að vera sú að alþjóðakerfið lifi það af og þau gildi sem verið er að ráðast á lifi það af.“

Þetta seg­ir Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra er blaðamaður mbl.is ræddi við hana um framtíðar­horf­ur stríðsins í Úkraínu og stuðning Íslands við Kænug­arð.

Ár er liðið frá því að rúss­nesk­ar her­sveit­ir réðust inn í sjálf­stæða og full­valda Úkraínu þar sem þær hafa síðan heimt líf tug þúsunda her­manna og óbreyttra borg­ara. Borg­ir og bæir hafa verið lagðar í rúst og fjöl­skyld­ur flúið heim­ili sín í mörg þúsunda tali. 

Mik­il þekk­ing sem fylg­ir Úkraínu­mönn­um

Á und­an­förn­um 12 mánuðum hef­ur fjöldi flótta­manna komið til Íslands frá Úkraínu. Að mati Þór­dís­ar Kol­brún­ar hef­ur heilt yfir gengið vel að taka á móti Úkraínu­mönn­um þó ým­is­legt megi bet­ur fara.

 „Þetta er auðvitað verk­efni sem að koma óvænt til okk­ar eins og allra annarra og verk­efnið sem er auðvitað ekki eins þungt erfitt og sárs­auka­fullt eins og fyr­ir þá sem þurftu að flýja heim­ili sín og koma hingað. En við höf­um auðvitað þurft að hafa hraðar hend­ur og gera okk­ar besta til að taka hlý­lega á móti þeim og keyra upp kerfi sem að trygg­ir það að fólk fái svör hratt og fái þjón­ustu sem að það á rétt á.“

Ísland gæti þó staðið sig bet­ur í að viður­kenna mennt­un og reynslu fólks sem hingað kem­ur, að sögn Þór­dís­ar Kol­brún­ar.

„Við erum ein­fald­lega ekki góð í því að viður­kenna mennt­un og rétt­indi fólks sem að kem­ur til Íslands. Hvorki þeirra né þeirra sem flytja hingað. Í þess­um hópi fólks frá Úkraínu er gríðarlega mik­il þekk­ing sem að við sem sam­fé­lag ætt­um að sjá til þess að þau fái mjög fljótt viður­kenn­ingu á því til þess að þau geti notið þeirra krafta og við get­um fengið að njóta þeirra krafta sömu­leiðis.“

Skýr um að stuðning­ur mun sann­ar­lega kosta sitt

Fyr­ir ári töldu marg­ir að stríðinu myndi ljúka með sigri Rúss­lands og að það tæki ein­ung­is ör­fáa daga. Önnur staða er þó uppi á ten­ingn­um í dag en stríðið, sem átti að ljúka á 10 dög­um, gæti nú varað í nokk­ur ár með til­heyr­andi mann­falli og skemmd­ar­verk­um. 

Íslensk stjórn­völd hafa tekið virk­an þátt í að styðja við Úkraínu und­an­farna mánuði og munu halda því áfram um ókomna tíð.

„Okk­ar stuðning­ur hef­ur fram til þessa og mun áfram taka mið af þörf­um Úkraínu, hvort sá stuðning­ur muni breyt­ast það fer í raun eft­ir hvernig málið þró­ast og hvað úkraínsk stjórn­völd kalla helst eft­ir,“ seg­ir Þór­dís Kol­brún.

Hún seg­ir að ís­lensk stjórn­völd þurfi að vera skýr gagn­vart al­menn­ingi um að stuðning­ur við Úkraínu muni sann­ar­lega kosta sitt. Þjóðir um all­an heim hafi gert gríðarlega mikið til að hjálpa og að Ísland vilji sann­ar­lega ekki vera neinn eft­ir­bát­ur í þeim efn­um.

Pútín hætti ekki tak­ist hon­um ætl­un­ar­verk sitt

Þjóðarleiðtog­ar á Vest­ur­lönd­un­um hafa talað fyr­ir því að gæti­lega þurfi að fara í vopna­send­ing­um til Úkraínu. Í kjöl­far þess að stjórn­völd í Þýskalandi ákváðu að senda 14 Leop­ard 2 A6-skriðdreka til Úkraínu, hamraði Olaf Scholz, kansl­ari Þýska­lands, á því að stríð Úkraínu við Rússa mætti ekki þró­ast út í átök við NATO. Hef­ur hann síðan þá þver­tekið fyr­ir að Þjóðverj­ar sendi Úkraínu­mönn­um orr­ustuþotur til að berj­ast.

Þór­dís Kol­brún tek­ur und­ir mik­il­vægi þess að sýna stuðning í „rétt­um skref­um“ og að mik­il ábyrgð hvíli á þjóðarleiðtog­um stærstu ríkj­anna í þeim efn­um. Það sem skipti þó mestu máli sé að Vest­ur­lönd­in geri það sem þarf til þess að Úkraína vinni stríðið enda sé Pútín ekki að fara að láta staðar numið tak­ist hon­um ætl­un­ar­verk sitt. 

„Þetta snýst ekki um það hvort að við séum til­bú­in að fórna Úkraínu og þar með þá fórna grund­vall­ar­regl­um alþjóðalaga og þar með hverfi málið. Rúss­land hef­ur mikl­ar mein­ing­ar um það hvað er þeirra og það er ekki ein­angrað við Úkraínu. Rúss­land réðst inn í Georgíu 2008, réðst fyrst inn í Úkraínu 2014.

Þeir eru með mik­il af­skipti og mjög óeðli­lega stöðu inn í Moldóvu. Marg­ir inn­an Rúss­lands líta svo á að Eystra­salts­rík­in séu í raun ekki sjálf­stæð. Eyrsta­salts­rík­in eru hluti af NATO, þannig að það sem mér finnst skipta mestu máli er að við ger­um það sem þarf til þess að Úkraína vinni stríðið.“ 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert