Rostungurinn stressaður vegna ágangs fólks

Rostungurinn er löngu orðinn stressaður þegar hann er farinn að …
Rostungurinn er löngu orðinn stressaður þegar hann er farinn að hvæsa, að því er segir á Facebook-síðunni Dýravakt Matvælastofnunar. Ljósmynd/Árni Gunnarsson

Mat­væla­stofn­un ráðlegg­ur fólki að fara ekki und­ir nein­um kring­um­stæðum nær rost­ungn­um á Breiðdals­vík en 20 metr­um og allra helst að halda fjar­lægð sem nem­ur 50-100 metr­um.

Bæj­ar­búi á Breiðdals­vík sagði í sam­tali við mbl.is í dag að dýrið hafi lítið kippt sér upp við það að fólk hafi verið að skoða sig, en það hafi hvæst þegar fólk var í um þriggja metra fjar­lægð frá því.

Á Face­book-síðunni Dýra­vakt Mat­væla­stofn­un­ar seg­ir að öll nálg­un nær en 50 metr­um stressi dýrið og allt sem er nær en sem nem­ur 20 metr­um stressi dýrið mjög mikið og geti haft veru­lega nei­kvæð áhrif á heilsu þess og líðan.

„Þegar dýrið er farið að hvæsa er það löngu orðið mjög stressað,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni á Face­book.

Þá er bent á það að þó rost­ung­ar virðist vera svifa­sein dýr þá geti þeir hreyft sig hratt og valdið mikl­um skaða á fólki og dýr­um með öfl­ug­um höggtönn­um, ef þeim finnst þeim ógnað. Þá geta rost­ung­ar borið smitefni sem geta verið vara­söm fyr­ir fólk.

Fólk sýni til­lit­semi

Varað er við að fara allt of ná­lægt dýr­inu því það sé bæði hættu­legt viðkom­andi og slæmt fyr­ir dýrið.

„Biðlar Mat­væla­stofn­un fólk um að sýna til­lits­semi við dýrið.“

Dýra­lækn­ir hef­ur sam­kvæmt beiðni Mat­væla­stofn­un­ar farið og metið rost­ung­inn, að því er seg­ir á Dýra­vakt Mat­væla­stofn­un­ar.

Virðist hann ekki vera slasaður og seg­ir í færslu Dýra­vakt­ar­inn­ar að hann gæti líka verið að hvíla sig eft­ir langt ferðalag og átök.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert