Í bókinni Venjulegar konur fer Brynhildur Björnsdóttir yfir sögu vændis í samfélaginu og skoðar frá ýmsum sviðum og ræðir við fólk sem vinnur með þolendum. Hún birtir einnig sögur sex íslenskar kvenna sem hafa verið í vændi. Bókina skrifaði Brynhildur að frumkvæði og í samvinnu við Evu Dís Þórðardóttur, brotaþola vændis og baráttukonu og leiðbeinanda í hópastarfi Stígamóta.
Í viðtali í Dagmálum ræðir hún meðal annars það hvernig brenglaðar staðalmyndir og ranghugmyndir gegnsýra samfélagið þegar vændi er annars vegar.
„Við erum með nokkrar staðalmyndir, til dæmis hamingjusömu hóruna sem elskar kynlíf og vill bara vera í því, fá að sofa hjá eins mikið og hún vill og er alveg til í að fá borga fyrir það. Önnur staðalímynd er gleðikonan með gullhjartað og er til dæmis í La Traviata, hámenningunni sjálfri, sem birtingarmynd konu sem fórnar sér vegna hamingju annars, er í vændi til að bjarga einhverjum öðrum. Þetta eru hugmyndirnar sem við höfum og tökum með okkur og það er ekki fyrr en frekar nýlega að við sjáum í rauninni hversu mikið ofbeldi vændi getur verið, eins og í mynd Lukas Moodysson, Lilja For Ever.
Við skilgreinum kynfrelsi út frá því að maður velur hvar, velur hvenær og velur með hverjum, en ef þú ert í þeirri stöðu að þú ert að stunda viðskipti ertu búinn að afsala þér öllum þau mörkum sem kynfrelsi þitt býður þér. Nema að þú getur ákveðið hvenær, svona um það bil.“
Allt viðtalið við Brynhildi er aðgengileg fyrir áskrifendur Morgunblaðsins.