Jóhannes Kr. Kristjánsson, blaðamaður og framleiðandi, segir það hafa komið sér á óvart hve opinskátt þríeykið var á upplýsingafundum almannavarna þegar Covid-19 heimsfaraldurinn skall á.
Hann fylgdi þríeykinu eftir með tökuvél í nokkra mánuði og fékk að skyggnast á bak við tjöldin við gerð Covid-heimildaþáttanna Stormur.
Jóhannes Kr. ræddi gerð þáttanna í Dagmálum ásamt Sævari Guðmundssyni leikstjóra Storms og Heimi Bjarnasyni, klippimeistara.
„Þegar ég er að byrja að mynda með þríeykinu þá hugsaði ég – þetta er ekki allt svona slétt og fellt, þau eru ekkert að segja allan sannleikann, þau eru að fela eitthvað, þau eru ekki að koma fram á þessum upplýsingafundum og segja allt,“ segir Jóhannes Kr.
Annað kom á daginn.
„Það var aldrei neinn feluleikur með neitt. Það var bara allt uppi á borðum.“