Frumvarp sem snýr að því að laga umferðarlögin að nýjum ferðamátum, sem í því eru kölluð smáfarartæki, liggur nú fyrir þinginu. Smáfarartæki eru vélknúin hlaupahjól og tvíhjóla ökutæki á einum öxli, en hlaupahjólin njóta nú um stundir mikilla vinsælda.
Breytingarnar snúa m.a. að því að koma í veg fyrir slys á smáfarartækjum og banna notkun þeirra undir áhrifum áfengis. Þar er einnig kveðið á um að refsiramminn fyrir notkun smáfarartækja undir áhrifum áfengis verði sá sami og fyrir akstur bifreiða undir áhrifum áfengis, eða að hámarki tveggja ára fangelsi.
Deilirafskútufyrirtækið Hopp hefur sent inn umsögn við frumvarpið, þar sem áformin eru sögð í engu samræmi við alvarleika þess að stýra rafskútu ölvaður. Í umsögninni segir að ljóst sé að ekki sé hægt að leggja að jöfnu áhættuna sem fylgir því keyra bifreið, sem jafnan vegur á annað tonn, og rafskútu sem vegur í mesta lagi 40 kg. Fyrirtækið vísar í dóma frá Hæstarétti í Noregi sem staðfesta þetta.
Frumvarpið er nú í fyrstu umræðu í þinginu.