Ótrúlegt ástand í byrjun mars

Ástand vega á landinu nú eftir hádegi 2. mars.
Ástand vega á landinu nú eftir hádegi 2. mars. Kort/Vegagerðin

Allir vegir sem Vegagerðin sinnir í vetrarþjónustu eru nú merktir grænir á korti stofnunarinnar og þykja því greiðfærir.

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur gerir þetta að umtalsefni á veðurvefnum Bliku.

„Ótrúlegt ástand í byrjun mars,“ segir hann um ástand vega landsins.

Útvegir nánast allir greiðfærir

„Um daginn var svipað, en hálka á nokkrum útvegum. Nú eru þeir nánast allir einnig greiðfærir,“ bætir hann við.

Þá tekur hann fram að allt bendi til þess að lítil breyting verði á þessu, fram á laugardag.

Reyndar verði næturfrost víðar, en víðast án nokkurrar úrkomu. Á sunnudag taki svo vetrarveður við að nýju.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert