Stofna ætti her á Íslandi

Heræfing í Hvalfirði 11. apríl 2022.
Heræfing í Hvalfirði 11. apríl 2022. mbl.is/Árni Sæberg

Ræða ætti af alvöru að stofna íslenskan her til að tryggja öryggi landsins og varnir til framtíðar. Brýnt sé að hér sé sveit vel þjálfaðra manna sem hafa bæði þekkingu og búnað til að grípa inn í, verði fyrirvaralaust ráðist á Ísland.

Hlutverk þeirra yrði einkum að tryggja öryggi hernaðarlega mikilvægra staða áður en liðsauki erlendis frá kemur til landsins.

Þetta segir Arnór Sigurjónsson, fyrrverandi skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu, við Morgunblaðið. Ekki sé lengur hægt að útvista vörnum Íslands til annarra þjóða. Sú stefna stjórnvalda sé beinlínis hættuleg.

Þá segir Arnór íslenska stjórnmálamenn áhugalausa um varnarmál og tala yfirleitt af vanþekkingu um málaflokkinn.

Hann hefur nú nýlokið við ritun bókar hvar fjallað er um nauðsyn þess að koma á her á Íslandi. Ber hún heitið Íslenskur her, breyttur heimur - nýr veruleiki og verður bókin kynnt kl. 14 í dag, laugardaginn 4. mars, í bókabúð Eymundsson við Skólavörðustíg í Reykjavík.

Meira um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert