Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, vill að borgin sendi áfyllanlegt Klapp-kort á hvert heimili í Reykjavík með tveimur eða fleiri ókeypis ferðum með Strætó.
Tillögu þess efnis lagði hún fram í borgarráði í gær.
„Hugmyndin með þessu er að kynna fólk fyrir þægindum almenningssamgangna, hvetja til notkunar þeirra og efla Strætó,“ skrifa Líf um málið á Facebook-síðu sína.
Vill Líf að Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) taki málið upp.
„Þá væri hægt að útvíkka hugmyndina og taka hana upp á vettvangi SSH og gefa hverju heimili á höfuðborgarsvæðinu eitt Klapp kort,“ skrifar Líf.
Ég lagði fram tillögu í borgarráði í gær sem ég vona að verði samþykkt. Hún gengur út á að að senda áfyllanlegt Klapp...
Posted by Líf Magneudóttir on Laugardagur, 4. mars 2023