Skýra þarf varnir Íslands

Bandarískir landgönguliðar sjást hér æfa í Hvalfirði. Tóku svifnökkvar og …
Bandarískir landgönguliðar sjást hér æfa í Hvalfirði. Tóku svifnökkvar og brynvagnar m.a. þátt. mbl.is/Árni Sæberg

Friðrik Jónsson, sérfræðingur á sviði öryggis- og varnarmála, segir umræðu um íslenskan her alltaf „enda úti á túni“ vegna tilfinninga fólks til málefnisins. Mikilvægt sé að rýna í innihald þess sem fyrrverandi skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu lagði til í Morgunblaðinu sl. helgi. Þar sagði hann brýnt að ræða af alvöru hvort stofna ætti her til að tryggja öryggi og varnir landsins til framtíðar.

Að sögn Friðriks er hugsanlega þörf á því að kalla fram skýrari mynd á framkvæmd herverndar NATO og Bandaríkjanna, reyni á hana. Á tímum kalda stríðsins var viðbragð Bandaríkjahers afar skýrt og sérstakri herdeild falið verkefnið. Þessi sama herdeild hafi svo æft hér á landi á tveggja ára fresti. Óvíst er hvort sama formfesta er nú.

Baldur Þórhallsson stjórnmála­fræðiprófessor segir Háskóla Íslands árum saman hafa reynt að fjármagna uppbyggingu á sérfræðiþekkingu í öryggis- og varnarmálum. Íslensk stjórnvöld hafi til þessa verið afar áhugalítil um það verkefni.

Hægt er að nálgast nánari umfjöllun í Morgunblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert