Fjöldi fylgjenda hefur þrefaldast

Fylgjendum Haralads hefur fjölgað um 140 þúsund á síðustu dögum.
Fylgjendum Haralads hefur fjölgað um 140 þúsund á síðustu dögum. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Fylgjendum  Haralds Þorleifssonar, frumkvöðuls og hönnuðar, hefur fjölgað til muna á síðustu dögum á Twitter eða um 150 þúsund.

Fylgjendur Haralds voru um 60 þúsund á mánudaginn en eftir orðaskipti hans við Elon Musk, forstjóra Twitter, á síðustu dögum á forritinu eru fylgjendur hans orðnir rúmlega 210 þúsund. Hefur fjöldi fylgjenda því meira en þrefaldast á örfáum dögum.

Musk bað Harald afsökunar

Eins og áður hefur verið greint frá hafa Haraldur og Musk staðið í deilum á Twitter síðustu daga sem hófust með því að Haraldur leitaði svara frá Twitter um hvort að honum hafði verið sagt upp hjá fyrirtækinu eða ekki. Musk svaraði þá Haraldi og hélt því meðal annars fram að Haraldur hefði lítið sem ekkert unnið hjá fyrirtækinu.

Samskipti þeirra á Twitter enduðu þó á því að Musk bað Harald afsökunar og sagði að Haraldur væri að íhuga að starfa áfram hjá samfélagsmiðlinum.

Fylgjendum Haralds fjölgar enn og sem dæmi hefur fylgjendum hans fjölgað um nokkur hundruð á meðan þessi frétt var skrifuð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert