Hleðslustæðin misnotuð

Skiltum sem þessu í Spönginni hefur verið komið fyrir víða.
Skiltum sem þessu í Spönginni hefur verið komið fyrir víða. mbl.is/Ingó

Brögð eru að því að fólk leggi bifreiðum sínum í stæði fyrir rafhleðslur þótt það eigi ekki þangað erindi og sé ef til vill ekki á rafbíl. Þannig hafa íbúar í Grafarvoginum ítrekað séð bifreiðar í hleðslustæðum Orku náttúrunnar í þjónustukjarnanum í Spönginni.

Guðjón Hugberg Björnsson, tæknistjóri hleðsluþjónustu hjá ON, kannaðist við vandamálið í Spönginni þegar blaðið bar þetta undir hann. Er hann undrandi á þessari stöðu í ljósi þess að lítill bílastæðavandi ef nokkur sé í Spönginni. Fólk eigi ekki að nota hleðslustöðvar sem bílastæði frekar en bensíndælur.

Á heildina litið segir Guðjón að með aukinni fræðslu og þekkingu á rafbílavæðingu hjá þjóðinni hafi vandamál sem þessi minnkað mjög.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu.

Hvorugur þessara bíla var í hleðslu, enda annar þeirra knúinn …
Hvorugur þessara bíla var í hleðslu, enda annar þeirra knúinn eingöngu með eldsneyti. Mbl.is/Ingó
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert