Kristín Jónsdóttir eldfjalla- og jarðskjálftafræðingur hjá náttúruváreftirliti hjá Veðurstofu Íslands auglýsir eftir drónamyndskeiðum af eldgosinu í Fagradalsfjalli.
Í tísti á Twitter segir hún að leitast sé eftir myndskeiðum á tilteknum tímum í júlí 2021, í þeim tilgangi að sjá hvernig virkni var í gígnum á þeim tímum.
Hún tekur fram að öll myndskeið séu þegin með þökkum, jafnvel þó ekki sé nema um nokkrar sekúndur að ræða.
Hér fyrir neðan má sjá tístið og lista yfir tímasetningarnar sem leitast er eftir.
We are searching for #drone videos during some specific hours in July-August 2021, to know how the activity was in the #Fagradalsfjall crater at specific hours. Each video, even few secs would be interesting! Thanks in advance 🙏#Crowdsourcing #ISTREMOR #CitizenScience #Volcano pic.twitter.com/fQAsCEGZV3
— Kristín Jónsdóttir (@krjonsdottir) March 9, 2023