Salan fjármagni innviði

Ný austurálma flugstöðvarinnar er farin að taka á sig mynd.
Ný austurálma flugstöðvarinnar er farin að taka á sig mynd. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir sölu á hluta af eign ríkisins í Isavia geta skilað minnst 50 milljörðum króna. Þótt ekki sé gert ráð fyrir slíkri sölu í dagskrá núverandi ríkisstjórnar sjái hann fyrir sér að hún geti farið fram eftir nokkur ár.

„Við gætum losað um 50 milljarða eða meira til innviðauppbyggingar annars staðar á landinu. Þar gætum við verið að horfa til vegasamgangna og hafnarmannvirkja en víða er mikillar fjárfestingar þörf,“ segir Bjarni við Morgunblaðið.

Nú standa yfir miklar framkvæmdir á vegum Isavia við Keflavíkurflugvöll og ber þar hæst ríflega 20 þúsund fermetra austurálmu. Þar verður m.a. nýr komusalur og veitingarými.

Kynna mikil áform

Samhliða þessari uppbyggingu undirbýr Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, Kadeco, mikla uppbyggingu í kringum flugvöllinn. Ný þróunaráætlun, K64, var kynnt á Ásbrú í gær og hljóðar hún upp á framkvæmdir fyrir á annað hundrað milljarða næsta aldarfjórðung.

„Á næstu tveimur til þremur árum erum við að fara að markaðssetja Helguvíkursvæðið sem grænan iðngarð. Bæði fyrir innlendum og erlendum fjárfestum. Það verkefni er farið af stað og við ætlum að kynna það undir þessu nýja vörumerki, K64. Síðan erum við að fara að bjóða út lóðir fyrir íbúðabyggð á Ásbrú.

Við erum jafnframt að taka þátt í vinnu um stórbættar almenningssamgöngur milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar sem er forsenda þess sem við erum hér að leggja til,“ segir Pálmi Freyr Randversson, framkvæmdastjóri Kadeco.

Nánar er fjallað um þessi áform í Morgunblaðinu í dag en uppbyggingin gæti skapað þúsundir nýrra starfa.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert