Katrín og Þórdís á leið til Úkraínu

Katrín Jakobsdóttir.
Katrín Jakobsdóttir. AFP

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra halda áleiðis til Úkraínu í dag til fundar við þarlend stjórnvöld.

Ráðherrarnir fljúga til Póllands í dag, en gert er ráð fyrir að þær stöllur haldi með næturlest yfir til Úkraínu og eiginleg heimsókn þar í landi hefjist á morgun.

Mikil leynd hefur hvílt yfir þessum áformum, m.a. af öryggisástæðum, en með í för verða nokkrir aðstoðarmenn ráðherranna og fréttamenn Ríkisútvarpsins.

Þór­dís Kol­brún ut­an­rík­is­ráðherra fór til Úkraínu í lok nóvember síðastliðins ásamt ut­an­rík­is­ráðherr­um frá öðrum Norður­lönd­um og Eystra­salts­ríkj­um og átti þá m.a. fund með Volodimír Selenskí, for­seta Úkraínu.

Íslendingar hafa lagt sitt af mörkum til aðstoðar Úkraínu efttir innrás Rússa, efnahagslega með fjárstuðningi, með mannúðaraðstoð, stuðningi við varnir og ekki síst pólitískt á alþjóðavettvangi. Gert er ráð fyrir að frekari stuðningur við Úkraínu verði ræddur og kynntur í ferðinni.

Þá er tilefni heimsóknarinnar einnig formennska Íslands í Evrópuráðinu og leiðtogafundur ráðsins sem fer fram í Reykjavík í maí, en Úkraína mun hafa þýðingarmikið hlutverk á leiðtogafundinum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka