Vinsæl utanhússklæðning ítrekað dæmd gölluð

Canexel-klæðning. Þ. Þorgrímsson & co var gert að greiða viðskiptavini …
Canexel-klæðning. Þ. Þorgrímsson & co var gert að greiða viðskiptavini sínum rúmar sex milljónir vegna galla í klæðningnunni síðasta haust. Ljósmynd/Aðsend

Byggingavöruverslunin Þ. Þorgrímsson & Co. hefur verið dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða viðskiptavini sínum tæpar fjórar milljónir króna auk tveggja milljóna króna í málskostnað vegna galla á utanhússklæðningu af gerðinni Canexel.

Dómurinn, sem kveðinn var upp í síðustu viku, er sá fjórði sem fellur gegn byggingavöruversluninni fyrir dómstólnum vegna Canexel-utanhússklæðningar frá því síðastliðið haust.

Samtals hefur Þ. Þorgrímsson & Co. verið gert að greiða tæpar 19 milljónir króna og átta milljónir króna til viðbótar í málskostnað til viðskiptavina sinna vegna málanna fjögurra.

Enn til sölu

Þá hafa fallið dómar gegn byggingavöruversluninni í bæði Hæstarétti árið 2015 og í Landsrétti árið 2020.

Fjármálastjóri Þ. Þorgrímsson bar vitni um það í Landsrétti árið 2020 að á þeim tíma væri talið að klæðning þessi væri á um 4.000 hús­um á Íslandi.

Klæðning undir þessu merki er enn í sölu hjá fyrirtækinu þar sem hún er kynnt sem vara sem færir kaupandanum „meira en hefðbundin gæði“, og að kaupandi spari margfalt með því að velja Canexel.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert