Elva Hrönn segir sig úr VG

Elva Hrönn segir skilið við VG.
Elva Hrönn segir skilið við VG. mbl.is/Hallur Már

Elva Hrönn Hjartardóttir, 3. varaþingmaður Vinstri grænna í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suður, hefur sagt sig úr flokknum vegna út­lend­inga­frum­varpsins sem meirihluti Alþingis samþykkti í gær.

Hún greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni, en hún sat áður í stjórn flokksins.

Daní­el E. Arn­ars­son, 1. varaþingmaður Vinstri grænna í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suður, greindi einnig frá því í dag að hann hefði skráð sig úr flokkn­um vegna frumvarpsins.

Komið að leiðarlokum

„Eftir 6 ár af allskonar góðu og ekki svo góðu er komið að leiðarlokum. Það er margt sem ég hef verið ósátt við og margt sem ég hef barist fyrir á vettvangi VG. En ég get ekki kennt mig við hreyfingu sem samþykkir þau mannréttindabrot sem nýsamþykkt útlendingafrumvarp felur í sér,“ skrifar Elva á Facebook.

Elva beið lægri hlut fyrir Ragnari Þór Ingólfssyni í kosningu til formannsembættis verkalýðsfélagsins VR, en niðurstöður hennar voru gerðar ljósar í gær.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert