„Hef ekki sagt neitt í þessa veru“

Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingar.
Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingar. Ljósmynd/Aðsend

Skúli Helga­son, fyrr­ver­andi formaður skóla- og frí­stunda­sviðs Reykja­vík­ur­borg­ar, seg­ir það af og frá að hann hafi sagt að ekki yrði þörf á dag­for­eldr­um árið 2023. Ómögu­legt sé að segja til um það hvers vegna fækk­un dag­for­eldra sé til kom­in. Fólk skipti sí­fellt um starfs­vett­vang af ólík­um or­sök­um. Þá seg­ir hann að til standi að styrkja dag­for­eldra­kerfið.

Skúli svar­ar með þessu gagn­rýni Hall­dóru Bjark­ar Þór­ar­ins­dótt­ur, for­manns Barns­ins, fé­lags dag­for­eldra.

Hall­dóra sagði meðal ann­ars að dag­for­eldr­ar hefðu marg­ir hverj­ir ákveðið að leggja árar í bát eft­ir fund með Skúla í Vind­heim­um í fe­brú­ar árið 2019. Sagði hún að Skúli hefði sagt á fund­in­um að dag­for­eldr­ar yrðu óþarf­ir árið 2023 því þá ættu öll börn eldri en 12 mánaða að vera kom­in með vist­un á leik­skóla. 

Skúli, sem er borg­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, er nú formaður menn­ing­ar-, íþrótta- og tóm­stundaráðs en var formaður skóla- og frí­stundaráðs á síðasta kjör­tíma­bili frá 2018 til 2022.

Halldóra Björk Þórarinsdóttir.
Hall­dóra Björk Þór­ar­ins­dótt­ir.

Fjöldi dag­for­eldra meira en helm­ing­ast

„Þessi um­mæli koma mér á óvart því ég hef ekki sagt neitt í þessa veru. Ég er hjart­an­lega ósam­mála því að dag­for­eldr­ar séu eða verði óþarf­ir. Mín sýn hef­ur alltaf verið sú að dag­for­eldr­ar gegni mik­il­vægu hlut­verki og séu nauðsyn­leg­ur val­kost­ur fyr­ir for­eldra,“ seg­ir Skúli í sam­tali við mbl.is.

Í kynn­ingu frá fund­in­um sem mbl.is hef­ur und­ir hönd­um koma fram áætlan­ir um að koma öll­um börn­um 12 mánaða og eldri fyr­ir á leik­skól­an­um.  

Starf­andi dag­for­eldr­um hef­ur fækkað úr 198 árið 2014, í 98 árið 2022 en í mars 2023 eru 86 dag­for­eldr­ar skráðir í Reykja­vík. Þykir skort­ur á dag­for­eldr­um auka vanda barna­fjöl­skyldna sem ekki koma börn­um í vist­un á leik­skóla. 

Marg­ar ástæður fyr­ir breyt­ing­um 

Í ljósi þess að dag­for­eldr­ar fengu kynn­ingu þess efn­is að öll börn ættu að vera kom­in með leik­skóla­vist frá 12 mánaða aldri frá 2023 er þá ekki eðli­legt að dag­for­eldr­ar hafi litið svo á eft­ir­spurn væri ekki til staðar eft­ir þeirra kröft­um?

„Nei ég lít ekki svo á. Við búum í sam­fé­lagi þar sem fólk er stöðugt að taka ákv­arðanir um breyt­ing­ar á sínu lífi,“ seg­ir Skúli.

„Eft­ir sem áður verður eft­ir­spurn eft­ir dag­for­eldr­um og þetta úrræði er gríðarlega mik­il­vægt fyr­ir marga for­eldra. Vissu­lega erum við í mik­illi leik­skó­la­upp­bygg­ingu þó við sjá­um ekki áhrif þess að fullu á meðan þess­ar miklu fram­kvæmd­ir eru í eldra hús­næði.“

Viðvar­andi verk­efni að bæta starfs­um­hverfið

Er ekki seint í rass­inn gripið að vera að styrkja dag­for­eldra­kerfið á þess­um tíma­punkti í ljósi þess að í mörg ár hafa færri kom­ist að en vilja í leik­skól­um?

„Eins þægi­legt og það væri að hreinsa öll svona mál upp í eitt skipti fyr­ir öll þá er veru­leik­inn sá að við þurf­um í sí­fellu að vera meðvituð um það viðvar­andi verk­efni að bæta þessi kerfi sem snúa að mennt­un eða þroska ungra barna,“ seg­ir Skúli.

Spurður hvort hann sé bjart­sýnn á fleiri dag­for­eldr­ar hefji störf á næst­unni þá kveðst Skúli vongóður um að svo verði.

Unnið sé að frek­ari niður­greiðslum til dag­for­eldra, greiðslu aðstöðu- og náms­styrks en einnig leitað leiða til að lækka kostnaðar­hlut­deild for­eldra auk þess að rýna í stofnstyrki sem eru 300.000 krón­ur og hafa hald­ist óbreytt­ir frá 2019.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka