Svindlarar reyna að komast yfir rafræn skilríki

Varað er við vefveiðum (e. pishing) í gegnum smáskilaboð.
Varað er við vefveiðum (e. pishing) í gegnum smáskilaboð. AFP

CERT-IS hef­ur varað við vef­veiðum (e. pis­hing) í gegn­um smá­skila­boð sem hafa færst í auk­ana und­an­farn­ar vik­ur.

Svindlið fer þannig fram að viðtak­and­inn fær SMS skila­boð sem líta út fyr­ir að vera frá þekkt­um inn­lend­um þjón­ustuaðila um að bregðast þurfi við ein­hverju í flýti. Skila­boðunum fylg­ir hlekk­ur sem viðtak­and­inn verður að smella á til að bregðast við, að því er kem­ur fram í til­kynn­ingu, en CERT-IS gegn­ir hlut­verki lands­bund­ins ör­ygg­is- og viðbragðsteym­is vegna ógna, at­vika og áhættu er varðar net- og upp­lýs­inga­ör­yggi.

Þegar smellt er á hlekk­inn opn­ast svikasíða sem er nán­ast full­komið af­rit af síðum þekktra þjón­ustuaðila. Þar er fólk beðið um ýms­ar upp­lýs­ing­ar, oft korta­upp­lýs­ing­ar og síma­núm­er. 

AFP

Ra­f­ræn skil­yrði ný­mæli

„Það eru ný­mæli í þess­um svika­her­ferðum að verið er að veiða eft­ir ra­f­ræn­um skil­ríkj­um. Fyrst með því að biðja um síma­núm­er og seinna í ferl­inu er viðtak­and­inn beðið um að staðfesta beiðni með ra­f­ræn­um skil­ríkj­um í eig­in síma. Á sama tíma er árás­araðil­inn að senda beiðni um inn­skrán­ingu inn í heima­banka og með staðfest­ingu á ra­f­ræn­um skil­ríkj­um er árás­araðil­inn kom­inn inn í heima­banka viðtak­and­ans,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Bent er á svindlar­inn get­ur í kjöl­farið milli­fært stór­ar upp­hæðir af heima­bank­an­um á skömm­um tíma og not­fært sér kred­it­kort ein­stak­lings­ins.

„Um er að ræða vel skipu­lagðar og fágaðar her­ferðir sem not­ast við trú­verðugar aðferðir til þess að lokka fólk til að samþykkja ra­f­ræn skil­ríki. Ekki er unnt að úti­loka að fleiri slík­ar svika­her­ferðir munu herja á ís­lenskt netumdæmi á kom­andi vik­um. CERT-IS hef­ur átt í góðu sam­starfi við hags­munaaðila og fjar­skipta­fé­lög um að bregðast hratt og vel við þegar slík­ar svika­her­ferðir fara af stað til að koma í veg fyr­ir út­breiðslu og lág­marka skaða,“ seg­ir einnig í til­kynn­ing­unni þar sem fólk er hvatt til að vera á varðbergi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert