Fimm handteknir eftir átök í heimahúsi

Lögreglan að störfum.
Lögreglan að störfum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fimm gista fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir að tilkynnt var um átök í heimahúsi um þrjúleytið í nótt og talað um að hnífi hefði verið beitt.

Lögreglan fór á staðinn ásamt sérsveit ríkislögreglustjóra. Í ljós kom að líklega hafði hnífnum ekki verið beitt en fólkið á staðnum var með áverka eftir einhvers konar átök.

Einhverjir þeirra þurftu að leita sér aðhlynningar á slysadeild, að því er segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Málið er í rannsókn lögreglu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka