Greiðslubyrði af 40 milljóna króna óverðtryggðu íbúðaláni til 40 ára mun hafa hækkað úr tæplega 151 þúsund krónum í apríl 2021 í tæplega 305 þúsund krónur, eftir að síðasta vaxtahækkun Seðlabankans hefur skilað sér í útlánavöxtum bankanna, ef hún skilar sér að fullu.
Þetta kemur fram í útreikningum sem Kári Friðriksson, hagfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS), gerði fyrir Morgunblaðið.
Tímabilið nær fram fyrir fyrstu vaxtahækkun Seðlabankans í þessari lotu alls tólf vaxtahækkana.
Að sama skapi hafi greiðslubyrði af verðtryggðu íbúðaláni til 40 ára hækkað úr 128.700 krónum í 157.600 krónur. Það sé fyrst og fremst vegna verðbóta, enda hafi vextir verðtryggðra íbúðalána hækkað minna.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.