Óverðtryggt lán hefur tvöfaldast

Kári S. Friðriksson hagfræðingur hjá HMS.
Kári S. Friðriksson hagfræðingur hjá HMS. mbl.is/Hallur Már

Greiðslu­byrði af 40 millj­óna króna óverðtryggðu íbúðaláni til 40 ára mun hafa hækkað úr tæp­lega 151 þúsund krón­um í apríl 2021 í tæp­lega 305 þúsund krón­ur, eft­ir að síðasta vaxta­hækk­un Seðlabank­ans hef­ur skilað sér í út­lána­vöxt­um bank­anna, ef hún skil­ar sér að fullu.

Þetta kem­ur fram í út­reikn­ing­um sem Kári Friðriks­son, hag­fræðing­ur hjá Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un (HMS), gerði fyr­ir Morg­un­blaðið.

Tíma­bilið nær fram fyr­ir fyrstu vaxta­hækk­un Seðlabank­ans í þess­ari lotu alls tólf vaxta­hækk­ana.

Að sama skapi hafi greiðslu­byrði af verðtryggðu íbúðaláni til 40 ára hækkað úr 128.700 krón­um í 157.600 krón­ur. Það sé fyrst og fremst vegna verðbóta, enda hafi vext­ir verðtryggðra íbúðalána hækkað minna.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert