Gæti þurft að tvöfalda raforkuframleiðsluna

Guðmund­ur Ingi Ásmunds­son, for­stjóri Landsnets.
Guðmund­ur Ingi Ásmunds­son, for­stjóri Landsnets. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég held að flest­ir sér­fræðing­anna hall­ist að því að þess­ar hærri sviðmynd­ir þurfi til að ná orku­skipt­un­um og það þurfi kannski allt að tvö­falda orku­fram­leiðslu í land­inu, og þá er ég að tala um raf­magnið,“ seg­ir Guðmund­ur Ingi Ásmunds­son, for­stjóri Landsnets, í sam­tali við mbl.is.

Vor­fund­ur Landsnets var hald­inn í gær í Hörpu en fund­ur­inn bar yf­ir­skrift­ina „Fjúka orku­skipt­in á haf út?“

Guðmund­ur seg­ir að mik­il­væg­asta verk­efnið sé að klára byggðalín­una ásamt Suður­nesjalínu 2, þar sem þar séu mestu tak­mark­an­irn­ar í kerf­inu. Þá séu einnig mik­il­væg smærri verk­efni um allt land. 

Nýta vind­inn

Á fund­in­um var skort­ur á heitu vatni og raf­magni mikið til umræðu.

„Eins og við horf­um á þetta, þá liggja fyr­ir úr græn­bók­inni sviðsmynd­ir en ekki beint orku­spár. Þannig að við verðum svo­lítið að meta hvert stefn­ir,“ seg­ir Guðmund­ur og bæt­ir við að ef tvö­falda þurfi raf­orku­vinnslu á næstu árum mun nýt­ing vindorku gegna lyk­il­hlut­verki. 

Hann seg­ir að tækni­lega séð, eins og kerfið sé í dag, sé það svo sterkt að um helm­ing­ur ork­unn­ar, um 2500 MW, geti komið frá vindorku. 

„Og þá er spurn­ing­in, hvernig á að nýta vindork­una sem er mjög breyti­leg? Því þarf að vera jafn­vægi milli fram­leiðslu og notk­un­ar á hverj­um tíma,“ seg­ir Guðmund­ur. 

Vor­fund­ur Landsnets var haldinn í Hörpu í gær.
Vor­fund­ur Landsnets var hald­inn í Hörpu í gær. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Þriðja stoðin 

„Ef maður horf­ir á orku­skipt­in og þörf­ina vegna þeirra, þá er svo heppi­legt að stór hluti af þeim er að fram­leiða til dæm­is ra­feldsneyti – breyta raf­magni í eldsneyti – og slíkri fram­leiðslu er oft á tíðum hægt að hagræða til þess að mæta sveiflu­kennd­um orku­gjafa.“

Einnig sé hægt að staðsetja vindorku­ver í mörg­um lands­hlut­um. „Þá er hægt að auka nýt­ingu á vindork­unni enn frek­ar vegna þess að það er kannski oft logn hérna fyr­ir sunn­an en vind­ur fyr­ir vest­an eða norðan, og svo öf­ugt. Þannig að það er hægt að ná ákveðinni sam­nýt­ingu í vind­myll­un­um ef við byggj­um þetta upp með skyn­söm­um hætti.“

Guðmund­ur seg­ir að tak­ist vel til þá sé hægt að nýta vindork­una til þess að ná mark­miðum orku­skipt­anna og gera hana að þriðju stoðinni í orku­vinnslu­kerfi Íslend­inga. 

Erfitt að spá um verðþróun

Spurður hvort Íslend­ing­ar þurfi að hafa áhyggj­ur af hækk­andi orku­verði seg­ir Guðmund­ur að fólk þurfi að vera meðvitað um að orku­auðlind­ir séu tak­markaðar. 

„Við þurf­um að breyta hegðun okk­ar í sam­ræmi við það,“ seg­ir hann og bæt­ir við að erfitt sé að spá um verðþró­un­ina. 

„Það sem skipt­ir okk­ur miklu máli er að auka vit­und­ina hjá öll­um. Það þurf­um við að gera með því að breyta þeim viðskipta­hátt­um sem við erum með í ork­unni og setja upp svona markaði sem að gera orku­verðið gagn­sætt gagn­vart okk­ur. Og jafn­framt að gefa okk­ur mögu­leika á því að spara ork­una og fara vel með hana með því að geta tekið ákv­arðanir,“ seg­ir Guðmund­ur og nefn­ir sem dæmi að hlaða raf­magns­bíl, sem komi til með að kosta eitt­hvað í framtíðinni, þegar orku­verðið er lægst.

„Með því að auka alla þessa vit­und, þá mun það leiða til mun betri orku­notk­un­ar og sparnaðar hjá fólki. Það er gríðarlega mik­il­vægt sjón­ar­mið að taka inn í mynd­ina.“

Benda á mögu­leika og auka gagn­sæi 

Hvernig horf­ir Landsnet á þróun lofts­lags­mála og hlut­verk sitt í þeim mál­um?

„Okk­ar hlut­verk er að flytja orku um allt land og tryggja að ör­yggi og gæði í orku­flutn­ing­un­um sé viðun­andi. Við erum ekki í að reisa virkj­an­ir eða selja orku. Okk­ur er líka ætlað það hlut­verk að þróa viðskipta­hætt­ina fyr­ir kaup og sölu á raf­magni í heil­sölu í sam­ráði við stjórn­völd og gegna ákveðnu leiðandi hlut­verki þar. Gagn­sær og skil­virk­ur orku­markaður mun verða lyk­ill­inn að því að ná mark­miðum orku­skipt­anna. Með auk­inni kostnaðar­vit­und og breyti­leg­um verðum eft­ir aðstæðum geta not­end­ur tekið ákv­arðir um að hagræða í orku­kaup­um eða hrein­lega spara hana. Sem fyr­ir­tæki þá vilj­um við styðja við þessa þróun,“ seg­ir Guðmund­ur. 

„Og tryggja það að þessi vél, sem mun drífa áfram orku­skipt­in, gangi sem best,“ seg­ir for­stjór­inn að lok­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert