Of seint eftir tíu ár

Lina Hallberg segir íslenskukennslu fyrir útlendinga hér í miklu ólestri …
Lina Hallberg segir íslenskukennslu fyrir útlendinga hér í miklu ólestri og segir að stjórnvöld verði að bregðast við áður en það verður of seint. mbl.is/Ásdís

Lina Hall­berg er sviss­nesk­ur tann­lækn­ir, fædd af sænsk­um for­eldr­um, sem flutti til Íslands 2016, en eig­inmaður henn­ar er Íslend­ing­ur. Hún byrjaði strax að læra ís­lensku í þekkt­um tungu­mála­skóla en sá fljótt að með því að fara á nám­skeið sem í boði voru myndi hún aldrei ná tök­um á tungu­mál­inu. Hún endaði á að fara í þriggja ára há­skóla­nám og tal­ar nú málið reiprenn­andi. Lina seg­ir hér margt sem mætti bæta til þess að út­lend­ing­ar geti náð góðum tök­um á mál­inu og hef­ur rann­sakað málið í kjöl­inn. Hún er óþreyt­andi að senda tölvu­pósta á ráðamenn því hún tel­ur að ef ekk­ert verði gert, mynd­ist hér „gettó” þar sem út­lend­ing­ar ein­angrist frá öðrum þjóðfé­lagsþegn­um.

Galið að þurfa há­skóla­nám

„Vand­inn er hversu erfitt það er að læra ís­lensku á Íslandi og þá er það ekki tungu­málið sjálft sem er vanda­málið,“ seg­ir Lina sem seg­ir að hér eigi að vera kennd nám­skeið í ís­lensku fyr­ir út­lend­inga á níu stig­um, en það sé alls ekki raun­in.

„Ég nennti ekki að búa hérna án þess að tala ís­lensku þannig að ég ákvað að fara í há­skól­ann. Það er al­veg galið að maður þurfi að fara í há­skóla­nám til að læra ís­lensku. Marg­ir segja að það sé dýrt að kenna út­lend­ing­um ís­lensku en það er enn dýr­ara að senda mig í há­skóla en á nám­skeið,“ seg­ir Lina.

Geng­ur ekki upp

„Kerfið er vanda­málið. Það pirr­ar mig svo að heyra sagt að út­lend­ing­ar vilji ekki eða nenni ekki að læra ís­lensku. Eng­inn spyr af hverju við erum ekki að læra!“ seg­ir hún og nefn­ir að á fyrstu fjór­um nám­skeiðunum læri fólk grunn­inn í ís­lensku en vegna þess að ekki sé boðið upp á nógu mörg nám­skeið, nái fólk ekki að læra nógu mikið til að bjarga sér.

„Það er talið að það þurfi yfir þúsund klukku­stund­ir til að ná tök­um á mál­inu, en ríkið seg­ir að sam­kvæmt nám­skrá séu í boði nám­skeið upp í 540 klukku­stund­ir. En raun­in er sú að sá skóli sem var með mest árið 2021, The Tin Can Factory, var með 435 tíma. Mím­ir var með 360,“ seg­ir Lina.

Áhugasamir nemendur í tíma í Dósaverksmiðjunni koma frá ýmsum heimshornum.
Áhuga­sam­ir nem­end­ur í tíma í Dósa­verk­smiðjunni koma frá ýms­um heims­horn­um. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Vant­ar meira fjár­magn

„Grunn­nám­skrá­in geng­ur ekki upp,“ seg­ir Lina og seg­ir fólk gjarn­an fara aft­ur á sömu grunn­nám­skeiðin og spyr hún sig hvers vegna svo sé.

„Hér þarf að gera námið að skyldu, vera með upp­lýs­inga­torg, búa til nýtt náms­efni. Það þarf að setja meira fjár­magn í ís­lensku sem annað mál. Ég er að bögg­ast í ráðuneyt­un­um og sendi þeim oft tölvu­pósta. Ég hef aldrei talað við mann­eskju þar sem er með þekk­ingu á þess­um mála­flokki þannig að eng­inn veit hvað ég er að tala um,“ seg­ir Lina og seg­ir að ef ekk­ert verði að gert komi það til með að kosta ríkið meira fé seinna meir vegna ým­issa vanda­mála sem fylgi því að hér komi til að með að búa stór hóp­ur borg­ara sem ekki kann tungu­málið. Hún nefn­ir að hér gæti sam­fé­lagið orðið eins og í Svíþjóð þar sem er­lend­ir rík­is­borg­ar­ar endi á að búa sér í „gettó­um“ þar sem ís­lenska er ekki töluð.

Lina tel­ur brýnt að leysa þessi mál strax.

„Eft­ir tíu ár verður orðið að seint að grípa inn í.“

Ítar­legt viðtal er við Linu í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins um helg­ina. 

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert