Rúður brotnuðu í fjölbýlishúsi sem flóð féll á

Frá Neskaupstað í morgun.
Frá Neskaupstað í morgun. Ljósmynd/Aðsend

Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, staðfestir að eitt flóðanna sem féll í Neskaupstað í morgun hafi fallið á fjölbýlishús í bænum, sem olli því að rúður hússins brotnuðu.

Flóðið féll utan í önnur hús í nágrenninu en þau urðu ekki fyrir jafn miklu tjóni og fjölbýlishúsið sem um ræðir, en að verið sé að meta Hún segir bíla einnig hafa færst til vegna flóðsins.

Hjördís segir rýmingu á íbúum vissra svæða í Neskaupstað og á Seyðisfirði enn standa yfir og því liggi enn ekki tölur fyrir um hve margir hafi yfirgefið heimili sín vegna flóðsins. 

Neyðarstigi almannavarna hefur verið lýst yfir og að minnsta kosti þrjú flóð hafa fallið. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert