Aðhaldsaðgerðirnar dugi skammt við núverandi vanda

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins seg­ir nýja fjár­mála­áætl­un sýna skort á vilja hjá yf­ir­völd­um til þess að taka raun­veru­leg­ar ákv­arðanir um aðhald og niður­skurð. Boðaðar skatta­hækk­an­ir séu lítt ígrundaðar og rík­is­fjár­lög­in verði ekki löguð með því að ein­blína ein­ung­is á tekju­hliðina.

„Ef við byrj­um á því sem er já­kvætt þá er svo sem  ánægju­legt að sjá já­kvæða þróun í af­komu rík­is­sjóðs og að frum­jöfnuður verði orðinn já­kvæður ári fyrr en síðasta fjár­mála­áætl­un gerði ráð fyr­ir. Sama má segja um tölu­vert betri horf­ur í skuld­setn­ingu en þar er staðan betri en verstu spár gerðu ráð fyr­ir,“ seg­ir Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins í sam­tali við mbl.is.

Sýni skort á vilja hjá stjórn­völd­um 

Þá seg­ir hann það já­kvæða þó ekki breyta þeirri skoðun sam­tak­anna að of lítið sé gert til þess að bregðast við því sem mest aðkallandi sé, þróun verðbólgu og þenslu hag­kerf­is­ins.   

„Þrátt fyr­ir fög­ur fyr­ir­heit um aðhalds­sama fjár­mála­áætl­un þar sem stig­in verða stór skref í að koma bönd­um á óhóf­leg­an vöxt rík­is­út­gjalda eru efnd­irn­ar því miður litl­ar. Þær aðhaldsaðgerðir sem eru tí­undaðar hrökkva að okk­ar mati skammt sem viðbragð við þeirri áskor­un sem ís­lenskt efna­hags­líf stend­ur frammi fyr­ir,“ seg­ir Hall­dór en aðgerðirn­ar beri einnig með sér skort á vilja til þess að taka raun­veru­leg­ar ákv­arðanir um aðhald og bein­an niður­skurð í rík­is­rekstri. Rík­is­stjórn­in sé að skýla sér við því að taka ákv­arðanir sem séu óþægi­leg­ar fyrst um sinn en nauðsyn­leg­ar þegar lengra sé litið.

„Ekk­ert er jafn var­an­legt eins og tíma­bundn­ar ráðstaf­an­ir hins op­in­bera“

Ísland sé háskatta­land og þegar skatta­hækk­an­ir séu gerðar sé nauðsyn­legt að lækk­un verði á öðrum stöðum til þess að skerða ekki sam­keppn­is­hæfni ís­lensks at­vinnu­lífs.

„Efl­ing rekstr­ar­um­hverf­is ætti því að vera rík­is­stjórn­inni kapps­mál ef ætl­un­in er að styrkja tekju­hliðina frek­ar en skatta­hækk­an­ir sem draga úr sam­keppn­is­hæfni,“ seg­ir Hall­dór.

Þá hafi Sam­tök at­vinnu­lífs­ins lengi varað við því að ein­blína ein­ung­is á tekju­hliðina þegar komi að rík­is­fjár­lög­um. Yrði ekk­ert gert á út­gjalda­hliðinni myndi það enda í skatta­hækk­un­um. Sú spá sé að raun­ger­ast.

„Talað er um í fjár­mála­áætl­un að hækka tíma­bundið tekju­skatt fyr­ir­tækja en við sem erum ekki fædd í gær vit­um að ekk­ert er jafn var­an­legt eins og tíma­bundn­ar ráðstaf­an­ir hins op­in­bera,“ seg­ir Hall­dór að lok­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert