Gagnrýnir skipun Karls Gauta

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, gagnrýnir skipun Karls Gauta Hjaltasonar …
Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, gagnrýnir skipun Karls Gauta Hjaltasonar í lögreglustjóraembætti.

„Dómsmálaráðherra hefur væntanlega komist að þeirri niðurstöðu, eftir vandlega íhugun, að þetta sé heppileg og smekkleg ráðstöfun eftir þá kvenfyrirlitningu og almennu mannfyrirlitningu sem mér og fleirum var sýnd á Klausturbar hér um árið. Þar var hinn nýskipaði lögreglustjóri þátttakandi.“

Þetta skrifar Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, á Facebook-síðu sína og vísar til skipunar Karls Gauta Hjaltasonar sem lögreglustjóra í Vestmannaeyjum en frá henni var greint í dag.

„Ég sem bæjarstjóri mun auðvitað vinna með þeim lögreglustjóra sem réttilega er skipaður til starfa hér í Eyjum hverju sinni,“ er upphafið að stuttum pistli bæjarstjóra um skipun Karls Gauta.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert