„Ólýsanlega óábyrgur og hættulegur málflutningur“

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir utanríkisráðherra segir að sá málflutningur sem berist frá Rússlandi varðandi flutning kjarnavopna sé hrikalega óábyrgur og eigi ekki að líðast.

„Þetta er einfaldlega grafalvarlegt mál og ólýsanlega óábyrgur og hættulegur málflutningur. Á það hefur Atlantshafsbandalagið bent ásamt auðvitað mörgum fleirum,“ segir Þórdís í samtali við mbl.is

Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti hyggst láta flytja kjarna­vopn vest­ur yfir landa­mær­in til Hvíta-Rúss­lands. Kveðst hann hafa náð sam­komu­lagi um það við hví­trúss­neska for­set­ann, Al­ex­and­er Lúka­sj­en­kó.

Rúss­neska Tass-frétta­stof­an grein­di frá og hafði eft­ir Pútín að aðgerðin brjóti ekki í bága við alþjóðasamn­inga um tak­mörk­un kjarna­vopna.

Aðspurð vildi utanríkisráðherra ekki tjá sig um stöðu sendiherra Rússlands hér á landi en margir hafa kallað eftir því að honum verði vísað úr landi, nú síðast Björn Bjarnason, fyrr­ver­andi dóms- og kirkju­málaráðherra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert