„Þetta er bara ömurlegt“

Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir ömurlegt fyrir samfélagið …
Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir ömurlegt fyrir samfélagið allt að missa þennan mikilvæga miðil af markaðnum. Samsett mynd

Sig­ríður Dögg Auðuns­dótt­ir, formaður Blaðamanna­fé­lags Íslands, seg­ir ein­fald­lega öm­ur­legt til þess að vita að eitt stærsta fjöl­miðlafyr­ir­tæki lands­ins stefni í þrot. Fé­lagið fundaði með sín­um fé­lags­mönn­um í morg­un og mun veita þeim þá aðstoð sem það get­ur. 

„Það er aldrei hægt að til­kynna gjaldþrot vel, það er ekki hægt. Þetta er öm­ur­leg staða að vera í. Það er öm­ur­legt að vera í þeirri stöðu að fá svona frétt­ir í gegn­um fjöl­miðla,“ seg­ir Sig­ríður um þá staðreynd að marg­ir starfs­menn Frétta­blaðsins hafi fengið veður af yf­ir­vof­andi gjaldþroti og út­gáfu­stoppi í gegn­um fjöl­miðla í morg­un. 

„Nú er bara eitt eft­ir“

Sig­ríður seg­ir öm­ur­legt fyr­ir sam­fé­lagið allt að missa þenn­an mik­il­væga miðil af markaðnum. 

„Þetta er bara annað af tveim­ur prentuðu dag­blöðum lands­ins og nú er bara eitt eft­ir. Þetta er lýs­andi fyr­ir þá stöðu sem fjöl­miðlar lands­ins eru í í dag. Það er öm­ur­legt að vita til þess að það sé ekki meiri dug­ur í ráðamönn­um þessa lands að ráðast í al­vöru aðgerðir til styrkt­ar einka­rekn­um miðlum sem við höf­um verið að kalla eft­ir í mörg ár,“ seg­ir Sig­ríður. 

Hún seg­ir að þau hafi nokkuð lengi séð hvað stefni í, önn­ur hver aug­lýs­ingakróna fari úr landi til fyr­ir­tækja á borð við Face­book og Google. „Þrátt fyr­ir það er ein­hvern­veg­in eng­inn skiln­ing­ur á meðal þess­ara stjórn­ar­flokka sem núna fara með völd að það þurfi aðstoð frá stjórn­völd­um til að tryggja að hér séu einka­rekn­ir miðlar,“ seg­ir Sig­ríður. 

Ráðherra hafi sýnt skiln­ing

Seg­ist Sig­ríður vera far­in að trúa því að það séu ein­fald­lega stjórn­mála­menn við stjórn­völ­inn sem líta á það sem já­kvætt fyr­ir sinn hag að hér séu veik­ir fjöl­miðlar. Spurð hvort hún eigi við ein­hverja ákveðna stjórn­mála­menn sagðist hún eiga við stjórn­mála­menn sem ein­hverju ráða, og að þeir séu í öll­um flokk­um. 

„Menn­ing­ar­málaráðherra [Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir] hef­ur sýnt ákveðinn skiln­ing á stöðu fjöl­miðla, og hún hef­ur sann­ar­lega reynt að grípa til aðgerða sem myndu hjálpa, en ekki fengið und­ir­tekt­ir í sam­starfs­flokk­un­um sín­um. Þá er ég bæði að tala um Vinstri græn og Sjálf­stæðis­flokk­inn,“ seg­ir Sig­ríður. 

Sig­ríður vík­ur að sam­an­b­urði við Norður­lönd­in og seg­ir að þar sé þver­póli­tísk sátt og skiln­ing­ur á því að grund­völl­ur og for­send­ur fyr­ir lýðræði séu frjáls­ir, sterk­ir fjöl­miðlar. 

Hún seg­ir að ekki sé hægt að bera sam­an styrki til ís­verk­smiðja og fjöl­miðla.

 „Fjöl­miðlar eru ekki eins og hver at­vinnu­rekst­ur. For­send­urn­ar eru allt aðrar. Íslensk­ir fjöl­miðlar eru að keppa um aug­lýs­ing­ar við stærstu fyr­ir­tæki í heimi, Google og Face­book. Það sjá það all­ir að þar er rangt gefið. Við verðum að horf­ast í augu við það að pínu­lít­il þjóð með pínu­lítið tungu­mál þarf að ákveða hvort hún vill yfir höfuð hafa hér starf­andi einka­rekna miðla.

Því ef ekk­ert verður að gert þá er þetta bara búið. Við erum öll sam­mála um að fjöl­miðlar eru for­send­ur fyr­ir lýðræðinu, með því aðhaldi sem þeir veita. En hvernig eiga fjöl­miðlar að geta sinnt lýðræðis­hlut­verki sínu ef þeir eru ekki til? Við þurf­um, sem sam­fé­lag, að taka þessa umræðu og grípa til aðgerða sem raun­veru­lega skipta máli. Okk­ar allra vegna,“ seg­ir Sig­ríður. 

Upp­fært klukk­an 15:24: 

Sig­ríður vildi einnig koma á fram­færi:

„Rætt hef­ur verið um stöðu RÚV á aug­lýs­inga­markaði í sam­hengi við af­drif Frétta­blaðsins. Það er nátt­úru­lega al­gjör­lega óþolandi að árum sam­an hafi umræðan um aðgerðir til styrkt­ar einka­rekn­um miðlum verið tek­in í gísl­ingu af þeim sem vilja að RÚV verði tekið af aug­lýs­inga­markaði án þess að nokkuð hafi verið aðhafst í þeim efn­um. Ég er far­in að trúa því að þau sem grípa til þess að ódýra bragðs að af­vega­leiða umræðuna með þess­um hætti í hvert sinn sem til­lög­ur koma fram um aðgerðir til styrkt­ar einka­rekn­um miðlum, séu vís­vit­andi að koma þannig í veg fyr­ir að hægt sé að sam­mæl­ast um leiðir. Þeim sé í raun eng­in al­vara með því að taka RÚV af aug­lýs­inga­markaði því ef þeim væri það, væri búið að ráðast í þær aðgerðir. Ég segi við þessa stjórn­mála­menn: Nú er nóg komið! Takið RÚV af aug­lýs­inga­markaði ef það er það sem stend­ur í vegi fyr­ir því að hægt sé að ráðast í aðgerðir sem skipta raun­veru­lega máli fyr­ir einka­rekna miðla og lýðræðis­lega umræðu í land­inu. Ef þið ætlið ekki að taka RÚV af aug­lýs­inga­markaði - hættið að af­vega­leiða umræðuna og komið hreint fram. Viljið þið sterka einka­rekna miðla - eða viljið þið kannski bara enga?“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert