Sakar Eddu Falak um ritstuld

Samsett mynd

Eva Hauksdóttir lögmaður kallar Eddu Falak, hlaðvarpsstjórnanda og blaðamann Heimildarinnar, lygalaup og sakar hana um ritstuld í aðsendri grein á Vísi. 

Greinin birtist í morgun og gengst Eva þar við því að vera sá lögmaður sem Frosti Logason fjölmiðlamaður ráðfærði sig við vegna bréfs sem hann sendi á Heimildina. Í bréfinu sagði hann Eddu hafa villt á sér heim­ild­ir um störf sín í banka í Kaupmannahöfn. 

Í viðtali við mbl.is sagði Ingi­björg Dögg Kjart­ans­dótt­ir, ann­ar rit­stjóra Heim­ild­ar­inn­ar, að miðillinn tæki missögn Eddu alvarlega. 

Þá sagði Ingibjörg að Frosti hefði ráðið lög­mann til að beita sér gegn Heim­ild­inni. 

Segir ritstuld vera í meistararitgerð Eddu 

Hinn farðalausi sannleikur er sá að Frosti (sem hefur vitaskuld fullan rétt til að leita lögmannsaðstoðar) hefur hvorki falið mér né nokkrum öðrum lögmanni neinskonar aðgerðir gegn Heimildinni að frátöldu því að reka á eftir svari við mjög svo meinlausu erindi,“ segir í grein Evu. 

Hún undirstrikar að um beiðni hafi verið að ræða en ekki kröfu. 

Þá segir Eva að meistararitgerð Eddu sé „sláandi lík ritgerð annars Íslendings sem útskrifaðist frá sama skóla nokkrum árum fyrr bæði hvað varðar efnistök og byggingu, auk þess sem orðalagið er víða mjög svipað“.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert