Hvorki vegið að stjórnarskrá né fullveldi framselt

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra seg­ir það vera mat ís­lenskra fræðimanna sem hafa skoðað inn­leiðingu EES-reglna í ís­lenska lög­gjöf, meðal ann­ars Stef­áns Más Stef­áns­son­ar, í ný­legri grein í af­mæl­is­riti Hæsta­rétt­ar, sem hann skrif­ar með Dr. Mar­gréti Ein­ars­dótt­ur, að bók­un­in sé ekki rétti­lega inn­leidd í ís­lensk lög þótt það hafi verið upp­haf­legt mark­mið.

Ut­an­rík­is­ráðherra hef­ur lagt fram frum­varp til breyt­inga á lög­um um EES-samn­ing­inn sem er ætlað að upp­fylla kröf­ur ESA um for­gangs­áhrif EES-reglna. Stefán Már Stef­áns­son, pró­fess­or við laga­deild Há­skóla Íslands, hef­ur lýst áhyggj­um af út­víkk­un EES-samn­ings­ins.

Ábyrgðar­hluti að laga það

Meg­in­regl­an um tvíeðli lands­rétt­ar og þjóðarétt­ar er, að því EES-samn­ing­inn varðar, sér­stak­lega áréttuð í bók­un 35 með EES-samn­ingn­um. Þar seg­ir að stefnt sé að eins­leitu Evr­ópsku efna­hags­svæði sem bygg­ist á sam­eig­in­leg­um regl­um, án þess að samn­ingsaðila sé gert að fram­selja lög­gjaf­ar­vald til stofn­ana Evr­ópska efna­hags­svæðis­ins.

Þór­dís seg­ir að þar sem EES-regl­urn­ar hafi ekki verið inn­leidd­ar rétti­lega hafi bók­un 35 verið túlkuð þröngt og því sé það ábyrgðar­hluti að laga það eins og upp­haf­lega var mark­miðið.

„Þetta er af­mörkuð for­gangs­regla. Þetta er ekki al­menn for­gangs­regla og á ein­göngu við þegar þingið hef­ur sjálft tekið sjálf­stæða af­stöðu til EES-reglna og inn­leitt þær í ís­lensk lög.

Ef það koma dæmi þar sem ís­lensk lög skar­ast beri að líta til þess að við ætl­um okk­ur að standa við þjóðrétt­ar­leg­ar skuld­bind­ing­ar. Ef þingið ætl­ar sér að hafa öðru­vísi regl­ur þá þurfi að taka það fram og það hafi þá sín­ar af­leiðing­ar.“

Hún seg­ir að þing­inu sé þá auðvitað alltaf und­ir öll­um kring­um­stæðum í sjálfs­vald sett að setja hvaða lög sem er svo lengi sem þau stand­ast stjórn­ar­skrá.

„Við skuld­bund­um okk­ur til fyr­ir 30 árum síðan að inn­leiða EES-regl­ur með rétt­um hætti til að tryggja að ein­stak­ling­ar og lögaðilar hefðu sama rétt á Íslandi og á EES-svæðinu.

Það sem við erum að leggja til í þessu frum­varpi er að hnykkja á því sem má lesa út úr bæði grein­ar­gerð og nefndaráliti með frum­varp­inu á sín­um tíma að hafi staðið til og hafi verið vilj­inn, fyr­ir 30 árum síðan, með inn­leiðing­unni á bók­un 35.“

Ákveðin ís­lensk lög gangi fram­ar öðrum ís­lensk­um lög­um

Þór­dís seg­ir kjarna máls­ins vera þann að ekki sé lagt til að EES-regl­ur eigi að ganga ís­lensk­um lög­um fram­ar held­ur að ákveðin ís­lensk lög eigi að ganga öðrum ís­lensk­um lög­um fram­ar.

„Það er gríðarlega mik­il­vægt að ein­stak­ling­ar og lögaðilar geti gengið út frá því að rétt­ur þeirra sé ekki lak­ari á Íslandi en á EES-svæðinu og það er mjög mik­il­vægt að halda því til haga að hér er ein­göngu um að ræða til­vik þegar lög­gjaf­inn hef­ur tekið reglu­verk í gegn­um EES-samn­ing­inn og inn­leitt í ís­lensk lög.

Það er aldrei þannig að eitt­hvert reglu­verk komi frá Evr­ópu í gegn­um EES-samn­ing­inn eða frá Evr­ópu­sam­band­inu sem síðan á að gilda um­fram ís­lensk lög. Þetta á ein­göngu við um inn­leidd ís­lensk lög. Þannig að rök­in fyr­ir því að þarna sé eitt­hvað frek­ara framsal á full­veldi eða að þetta sé farið að snerta eða pota í okk­ar stjórn­ar­skrá, þá lít ég ekki svo á,“ seg­ir hún.

Málið hef­ur mallað í kerf­inu í mörg ár að sögn Þór­dís­ar Kol­brún­ar. Hún seg­ur frum­varpið unnið af hópi fólks sem byggði á vinnu sem hafð þegar verið unn­in í mál­inu. Hóp­inn skipuðu Gunn­ar Þór Pét­urr­son, sér­fræðing­ur í Evr­ópu­rétti, Gunn­ar Atli Gunn­ars­son, fyrr­ver­andi aðstoðarmaður hæsta­rétt­ar­dóm­ara, Sig­ríður Á. And­er­sen, fyrr­ver­andi dóms­málaráðherra og Páll Þór­halls­son, skrif­stofu­stjóri í for­sæt­is­ráðuneyt­inu.

Ljós­mynd/​AFP

Tek­ur öll­um slík­um til­lög­um fagn­andi

„Frum­varpið er að fara inn í þingið og fær þar sína þing­legu meðferð. Það verður sent til um­sagn­ar og ég á eft­ir að mæla fyr­ir því.

Ef virt­ir fræðimenn eru með góðar til­lög­ur sem byggj­ast á sterk­um grunni sem ganga skem­ur, en upp­fylla þó að við inn­leiðum bók­un­ina með rétt­um hætti, þá tek ég öll­um slík­um til­lög­um fagn­andi og ég er viss um að þingið ger­ir hið sama.

Þetta er ekki eina leiðin en í mín­um huga var þetta, að allri vinnu lok­inni, sú síst drama­tíska til þess að ná settu mark­miði.“

Þór­dís seg­ir mark­miðið skýrt. Hún seg­ir að vilji sé til þess að bæta úr því, sem hún tel­ur vera álit lang­flestra lög­fræðinga á Íslandi, að bók­un­in sé ekki rétti­lega inn­leidd.

„Öll umræða um hvort ein­hver fín­púss­un eða önn­ur út­færsla á því sé í boði er bara af hinu góða,“ seg­ir Þór­dís Kol­brún.

Hún seg­ir sjón­ar­mið uppi um að við eig­um alls ekki að gera þetta eða jafn­vel að taka skref til baka þegar kem­ur að veru okk­ar í EES-sam­starf­inu.

„Þá erum við kom­in í aðra póli­tíska umræðu. Þar er ég sjálf með skýra sann­fær­ingu. Ég vil standa vörð um EES-samn­ing­inn. Hann er okk­ur gríðarlega mik­il­væg­ur. Fram­kvæmd á hon­um þarf að vera ein­stak­ling­um og lögaðilum til hags­bóta eins og lagt var upp með.“

Stefán Már Stef­áns­son, pró­fess­or við laga­deild Há­skóla Íslands, hef­ur lýst …
Stefán Már Stef­áns­son, pró­fess­or við laga­deild Há­skóla Íslands, hef­ur lýst áhyggj­um af út­víkk­un EES-samn­ings­ins. mbl.is/Á​sdís Ásgeirs­dótt­ir

Samstaða í rík­is­stjórn og þing­flokkn­um

Ut­an­rík­is­ráðherra hef­ur rætt frum­varpið í rík­is­stjórn og það hafa verið umræður um það í þing­flokki Sjálf­stæðis­flokks­ins.

„Þetta mál hef­ur verið rætt af og til und­an­far­in ár. Í rík­is­stjórn var sátt um að af­greiða málið til þing­flokka en það ligg­ur fyr­ir að það þarf umræðu í þing­inu og í nefnd­inni og sömu­leiðis í þing­flokk­un­um áður en það verður af­greitt.

Ég geri ráð fyr­ir því að svona mál taki tíma og ég fagna allri umræðu um það og er einnig til­bú­in að skoða all­ar til­lög­ur sem koma okk­ur að settu mark­miði með öðrum leiðum.

Þetta er viðkvæm lína sem þarf að halda sig inn­an við og það var samstaða í þing­flokkn­um um að þessi út­færsla væri ágæt en sjón­ar­mið um að það þurfi að skoða málið og ræða það frek­ar.“

Ríkisstjórn Íslands á fundi ríkisráðs á Bessastöðum í janúar á …
Rík­is­stjórn Íslands á fundi rík­is­ráðs á Bessa­stöðum í janú­ar á síðasta ári. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Mik­il­vægt að standa vörð um samn­ing­inn

Þór­dís Kol­brún seg­ir umræðuna um Evr­ópu­sam­starf vera stóra og breiða og sjón­ar­miðin fleiri en menn geti talið.

„Við sem flokk­ur höf­um talað mjög sterkt fyr­ir því að EES-samn­ing­ur­inn sé okk­ur mik­il­væg­ur og okk­ar leið til að eiga þetta nána og þétta sam­starf inn á Evr­ópu­svæðinu og hafa þetta frelsi inni á þess­um stóra markaði.

Við erum ekki að ein­skorða getu lögaðila og frelsi ein­stak­linga til að sækja sér þekk­ingu, flytja og starfa og allt þetta við Ísland held­ur við þetta stóra svæði.

Í mín­um huga er gríðarlega mik­il­vægt að standa vörð um þenn­an samn­ing fyr­ir flokk sem er þeirr­ar skoðunar að ganga ekki alla leið inn í Evr­ópu­sam­bandið með öllu sem því fylg­ir.“

Hún seg­ir að í Sjálf­stæðis­flokkn­um finn­ist fjöld­inn all­ur af skoðunum og að þar sé fólk að finna sem vilji ganga skem­ur og þar sé einnig fólk sem myndi lík­lega vilja draga Ísland úr EES-samn­ingn­um „sem ég teldi aldrei koma til greina fyr­ir ís­lenskt sam­fé­lag, lífs­kjör og lífs­gæði“, seg­ir Þór­dís Kol­brún.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á landsfundi flokksins í haust. Þórdís …
Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, á lands­fundi flokks­ins í haust. Þór­dís Kol­brún seg­ir að inn­an Sjálf­stæðis­flokks­ins sé að finna fjöld­ann all­an af skoðunum, meðal ann­ars fólk sem vilji ganga skem­ur en frum­varpið ger­ir ráð fyr­ir og einnig fólk sem myndi lík­lega vilja draga Ísland út úr EES-samn­ingn­um. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert