Áhugi á að endurreisa Hringbraut

Sigmundur segir menn áhugasama um að endurreisa sjónvarpsstöðina Hringbraut.
Sigmundur segir menn áhugasama um að endurreisa sjónvarpsstöðina Hringbraut. Samsett mynd

Sigmundur Ernir Rúnarsson, fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins, segir að minnsta kosti þrjá hafa komið að máli við sig um að endurreisa sjónvarpsstöðina Hringbraut. Starfsemi Fréttablaðsins og Hringbrautar lauk í síðustu viku. 

Sigmundur greindi frá þessu í hlaðvarpsþáttunum Brotkast. Í samtali við mbl.is segir Sigmundur að helsti áhuginn sé á að endurreisa sjónvarpsstöðina, en ekki Fréttablaðið. Hann segir að um óformleg samtöl sé að ræða.

„Ég er alltaf vongóður. Það er mörgum mjög hlýtt til Hringbrautar fyrir áherslu á íslenskt efni og menningu, sögu, náttúru og þjóðmálaumræðu. Það eru margir sem sjá eftir þessari tegund sjónvarps. Fyrir vikið hafa menn sett sig í samband við mig, en þetta er enn mjög óformlegt og án ábyrgðar,“ segir Sigmundur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert