Lögmaður innheimti ósanngjarnt endurgjald

mbl.is/Ómar

Úrskurðarnefnd lögmanna hefur gert lögmanni að greiða tveimur umbjóðendum sínum rúmar fjórar milljónir króna að frádregnum innborgunum upp á rúma eina og hálfa milljón króna í tveimur aðskildum úrskurðum.

Lögmaðurinn innheimti ósanngjarnt endurgjald af umbjóðendum sínum fyrir hagsmunagæslu vegna afleiðinga umferðarslyss.

Innheimti rúmlega tvöfalt hæfilegt endurgjald

Hann innheimti af öðrum umbjóðanda sínum endurgjald upp á 2.354.669 kr. en tryggingarfélagið féllst á að greiða 10.372.554 kr. í bætur með vöxtum og innheimutþóknun lögmanns upp á 715.874 kr. með virðisaukaskatti. Nefndin taldi hæfilegt endurgjald vera 1.252.780 kr.

Af hinum umbjóðandanum innheimti lögmaðurinn endurgjald upp á 2.953.803 kr. en tryggingarfélagið féllst á að greiða 10.600.407 kr. í bætur með vöxtum og innheimutþóknun lögmanns upp á 734.387 kr. með virðisaukaskatti. Nefndin taldi hæfilegt endurgjald vera 1.285.177 kr.

Nefndin taldi hæfilegt endurgjald vera 75% álag á þóknun tryggingarfélagsins til lögmannsins en innheimt endurgjald samsvaraði nærri fjórum sinnum þóknun tryggingarfélagsins eða rúmlega tvisvar sinnum hæfilegt endurgjald að mati úrskurðarnefndar lögmanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert