Verðtryggð lán taka yfir

Miklar sviptingar hafa verið á íbúðalánamarkaði samhliða versnandi efnahagshorfum undanfarin …
Miklar sviptingar hafa verið á íbúðalánamarkaði samhliða versnandi efnahagshorfum undanfarin misseri. Samsett mynd

Mikl­ar svipt­ing­ar hafa verið á íbúðalána­markaði sam­hliða versn­andi efna­hags­horf­um und­an­far­in miss­eri. Þrátt fyr­ir að verðbólga sé mik­il, og ljóst sé að hún vari áfram um nokk­urt skeið, leita lán­tak­end­ur í aukn­um mæli skjóls frá sí­hækk­andi greiðslu­byrði óverðtryggðra lána með því að færa sig yfir í verðtryggð lán. Þró­un­in er þessi þrátt fyr­ir að raun­vext­ir óverðtryggðra lána hafi verið nei­kvæðir í nokk­urn tíma.

Sam­kvæmt hag­töl­um Seðlabanka Íslands um ný út­lán tóku heim­ili ný íbúðalán í fe­brú­ar að and­virði sam­tals 3,9 millj­arða króna. Þar af námu ný verðtryggð lán sex millj­örðum en á móti voru óverðtryggð lán greidd upp um sem nem­ur 2,1 millj­arði króna. Frá því í des­em­ber síðastliðnum hafa þau tekið verðtryggð íbúðalán fyr­ir um 21 millj­arð króna og greitt þau óverðtryggðu upp um þrjá millj­arða.

Kort/​mbl.is

Verðtryggðu lán­in byrjuðu að sækja í sig veðrið snemma á síðasta ári en fram að því höfðu lán­tak­end­ur greitt slík lán upp í stór­um stíl allt frá upp­hafi kór­ónu­veirufar­ald­urs. Fram­an af far­aldri fóru stýri­vext­ir Seðlabank­ans lækk­andi og voru óverðtryggð íbúðalán á breyti­leg­um vöxt­um þá vin­sæl­asta láns­formið. Eft­ir að Seðlabank­inn hækkaði stýri­vexti í fyrsta skipti um ára­bil í maí 2021 fóru heim­il­in jafnt og þétt að færa sig yfir í óverðtryggð lán á föst­um vöxt­um. Lán­in tóku smám sam­an yfir nýj­ar lán­veit­ing­ar, sam­hliða ört hækk­andi stýri­vöxt­um eft­ir því sem leið á árið 2021 og voru þau ráðandi allt þar til verðtryggðu lán­in tóku yfir nú í haust.

Kort/​mbl.is

Breyti­leg­ir grunn­vext­ir óverðtryggðra íbúðalána bank­anna eru nú á bil­inu 8%-9,34% en þeir voru lægst­ir á bil­inu 3,3%-4,44% í des­em­ber 2020. Þessi mikla hækk­un hef­ur ekki leitt til auk­inna van­skila meðal viðskipta­vina bank­anna, en bank­arn­ir kann­ast þó við fólk færi sig í aukn­um mæli yfir í verðtryggð íbúðalán. Um helm­ing­ur óverðtryggðu lán­anna ber fasta vexti en stærst­ur hluti þeirra losn­ar ekki fyrr en árin 2024 og 2025.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í ViðskiptaMogg­an­um í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert