Vægi norðurflotans eykst

Bandarískir landgönguliðar á brynvögnum voru við æfingar í Hvalfirði í …
Bandarískir landgönguliðar á brynvögnum voru við æfingar í Hvalfirði í fyrra ásamt fjölmennu herliði. mbl.is/Árni Sæberg

Ísland stend­ur frammi fyr­ir fjölþætt­um ógn­um, s.s. netógn­um og upp­lýs­ingalek­um. Árás­ir á mik­il­væga innviði á borð við virkj­an­ir, fjar­skipta­kerfi og sæ­strengi eru einnig of­ar­lega á lista. Þannig eru skær­ur og skemmd­ar­verk ekki síður al­var­leg­ar ör­ygg­is­ógn­ir en bein hernaðarátök.

Þetta seg­ir Nick Childs, sér­fræðing­ur hjá varn­ar­mála­hug­veit­unni IISS í Lund­ún­um, í sam­tali við Morg­un­blaðið, en leitað var eft­ir áliti hans á stöðu Íslands nú þegar ör­ygg­is­ástand Evr­ópu hef­ur tekið mikl­um breyt­ing­um til hins verra í kjöl­far árás­ar­stríðs Rúss­lands í Úkraínu.

Childs seg­ir al­gera umpól­un hafa átt sér stað í umræðu um varn­ar­mál í Evr­ópu sl. mánuði. Evr­ópa standi nú frammi fyr­ir nýj­um veru­leika – hernaðarógn frá Rúss­um og aukn­um áhuga Banda­ríkj­anna í austri vegna um­svifa Kína.

Mik­il mis­tök voru gerð

Að sögn Childs voru það mis­tök af hálfu Banda­ríkj­anna að loka varn­ar­stöðinni á Kefla­vík­ur­flug­velli. Það séu þó að lík­ind­um enn stærri mis­tök að hafa ekki þegar end­ur­skoðað þá ákvörðun.

Eyðimerk­ur­ganga Rússa í Úkraínu, tækja­tjón þeirra og laskaður Svarta­hafs­floti skap­ar nýja ógn á Atlants­hafi. Á kom­andi miss­er­um spili Rúss­ar að öll­um lík­ind­um norður­flot­an­um meira út en áður til að halda úti þeirri ímynd að Rúss­land sé her­veldi sem beri að var­ast. Þá mun sam­band Kína og Rúss­lands skipta miklu fyr­ir norður­slóðir.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert