Leysa Boeing 757 af hólmi með nýjum Airbus flugvélum

Icelandair og Airbus hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup á 13 …
Icelandair og Airbus hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup á 13 flugvélum af gerðinni Airbus A321XLR og kauprétt að tólf flugvélum til viðbótar. Ljósmynd/Icelandair

Icelanda­ir og Air­bus hafa und­ir­ritað vilja­yf­ir­lýs­ingu um kaup á 13 flug­vél­um af gerðinni Air­bus A321XLR og kauprétt að tólf flug­vél­um til viðbót­ar. 

Í til­kynn­ingu frá Icelanda­ir seg­ir að vél­arn­ar verða af­hent­ar frá og með ár­inu 2029. 

Icelanda­ir ger­ir þó ráð fyr­ir að hefja rekst­ur á Air­bus vél­um á ár­inu 2025 og samn­ing­ar um leigu á fjór­um flug­vél­um af gerðinni Air­bus A321LR til af­hend­ing­ar 2025 eru á loka­metr­un­um, auk þess sem gert er ráð fyr­ir fleiri slík­um vél­um í rekst­ur fram til árs­ins 2029.“

Þá seg­ir að flug­fé­lagið hafi unnið að end­ur­nýj­un flug­flot­ans á und­an­förn­um árum og munu þess­ar vél­ar end­an­lega leysa Boeing 757 vél­ar fé­lags­ins af hólmi.

Í til­kynn­ing­unni seg­ir að kaup­verð vél­anna sé trúnaðar­mál á milli samn­ingsaðila.

„Fjár­mögn­un verður ákveðin þegar nær dreg­ur að af­hend­ingu þar sem fjöl­breytt­ir fjár­mögn­un­ar­kost­ir verða skoðaðir.“

8.700 km drægni 

Nýju vél­arn­ar rúma um 190 farþega en til sam­an­b­urðar rúma Boeing 757 flug­vél­ar fé­lags­ins 183 farþega. 

Air­bus A321XLR flug­vél­in hef­ur allt að 8.700 km drægni sem ger­ir Icelanda­ir kleift að nýta vél­ina á fjar­læg­ari áfangastaði í nú­ver­andi leiðakerfi ásamt því að skapa tæki­færi til þess að fljúga á nýja áfangastaði. Air­bus A321LR flug­vél­in hef­ur allt að 7.400 km. drægni sem ger­ir Icelanda­ir kleift að nýta hana í nú­ver­andi leiðakerfi.

Þá seg­ir að Boeing 757, 767 og 737 MAX flug­vél­arn­ar munu þó halda áfram að gegna mik­il­vægu hlut­verki í rekstri Icelanda­ir á kom­andi árum. 

Fram til árs­ins 2025 mun Icelanda­ir áfram reka flug­flota sem sam­an­stend­ur ein­ung­is af Boeing flug­vél­um en frá af­hend­ingu fyrstu Air­bus vél­anna mun fé­lagið reka blandaðan flota sem mun sam­an­standa bæði af Air­bus og Boeing flug­vél­um.

„Það er ánægju­legt að til­kynna að við höf­um nú kom­ist að niður­stöðu um framtíðarflota Icelanda­ir. Við höf­um ákveðið að Air­bus A321LR og A321XLR verði arf­tak­ar Boeing 757 flug­véla fé­lags­ins sem  munu hætta í rekstri  á næstu árum. Boeing 757 vél­in sem hef­ur þjónað fé­lag­inu frá ár­inu 1990 og reynst okk­ur afar vel hef­ur verið í lyk­il­hlut­verki í upp­bygg­ingu Íslands sem tengimiðstöðvar í flugi og okk­ar yf­ir­grips­mikla leiðakerf­is. Nú munu hinar öfl­ugu Air­bus vél­ar taka við. Þær munu gera okk­ur kleift að þróa viðskiptalík­an fé­lags­ins enn frek­ar í flugi yfir Atlants­hafið og jafn­framt skapa tæki­færi til að sækja á nýja og spenn­andi markaði,“ er haft eft­ir Boga Nils Boga­syni, for­stjóra Icelanda­ir. 

 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert