30% íbúa í Reykjanesbæ með erlent ríkisfang

Reykjanesbær.
Reykjanesbær.

Hlutfall íbúa með erlent ríkisfang í Reykjanesbæ er nú orðið 30,7 prósent og hefur hækkað um fimm prósentustig á einu ári. Þetta kemur fram í nýjum tölum í gagnatorgi á vefsíðu Reykjanesbæjar.

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir þessa miklu fjölgun vera vegna eftirspurnar eftir starfsfólki í ferðamannageiranum og fleiri sviðum en hlutfall íbúa með erlent ríkisfang var 12,6 prósent árið 2016.

„Þetta eru að langmestu leyti erlendir starfsmenn fyrirtækja sem eru í eða við Keflavíkurflugvöll og hins vegar verktakafyrirtæki sem fengu húsnæði á Suðurnesjum þegar að það var í boði. Þetta eru erlendir verkamenn sem eru að vinna fyrir verktaka, bæði á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu,“ segir Kjartan.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert