Sameina flugherina vegna kjarnorkuhers Rússa

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    „Það verður til meiri samruni fjög­urra nor­rænna ríkja í ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um en nokk­urn hef­ur órað fyr­ir. Og fyrsta skrefið hef­ur nú þegar verið stigið. 16. mars rituðu þeir und­ir, yf­ir­menn flug­herja þess­ara fjög­urra landa að þeir ætluðu að sam­eina flug­her­ina, flug­orr­ustu­sveit­irn­ar. Og það eru 250 orr­ustu­vél­ar. Og það fylg­ir yf­ir­lýs­ing­unni að með því að mynda þenn­an 250 orr­ustuflug­véla her að þá verði Norður­lönd­in sam­eig­in­lega jafn­fæt­is stór­veld­um í Evr­ópu þegar litið er til þessa þátt­ar í ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um. Og við erum þarna utan við, við höf­um ekk­ert þarna fram að færa nema land og aðstöðu sem er hluti af því vænt­an­lega að þetta gangi upp.“

    Þess­um orðum fer Björn Bjarna­son, fyrr­um dóms­málaráðherra um þá stöðu sem er að teikn­ast upp í Skandi­nav­íu nú þegar Finn­ar eru gengn­ir í NATO og Sví­ar gera til­raun til þess að sann­færa Tyrki um að greiða leið þeirra inn í banda­lagið.

    Gíg­an­tísk­ar breyt­ing­ar

    Björn er gest­ur Dag­mála þar sem rætt er um ör­ygg­is- og varn­ar­mál í ljósi þeirra miklu breyt­inga sem inn­rás Rússa í Úkraínu dreg­ur fram í alþjóðamál­um. Full­yrðir Björn að „gíg­an­tísk­ar“ breyt­ing­ar séu að eiga sér stað vegna yf­ir­gangs rúss­neska björns­ins.

    „Þung­inn er mest­ur á norður­slóðir. Þung­inn, nú þegar Finn­ar og Sví­ar koma inn í NATO, að þá opn­ast nýj­ast vídd­ir til aust­urs frá Nor­egi [] með þessu verður miklu breiðari og dýpri hlið á NATO gagn­vart Rússlandi. Og það er þar, þess­ir flug­vell­ir og þetta svæði sem þeir ætla að leggja höfuðáherslu á með þess­um mikla flugsveita­flota. Það eru nú þegar byrjaðar æf­ing­ar fyr­ir nokkru og Banda­ríkja­menn sendu ný­lega njósna­vél í fyrsta sinn í sög­unni norður eft­ir landa­mær­um Finn­lands upp und­ir Kóla­skaga sem gat séð allt sem gerðist hand­an landa­mær­anna í Rússlandi og þeir hafa sett B-52 sprengju­vél­ar inn á Finnska­flóa [...]“ seg­ir Björn.

    Her­gagna­flutn­ing­ar fær­ist norður fyr­ir land

    Hann bend­ir á að margt bendi til þess að liðs- og her­gagna­flutn­ing­ar NATO-ríkj­anna muni í aukn­um mæli fær­ast norður fyr­ir Ísland. Til greina komi að mót­töku­höfn í tengsl­um við þessa flutn­inga verði í Nar­vik í Nor­egi og að þaðan verði hann flutt­ur til Svíþjóðar og Finn­lands og suður til Eystra­salts­ríkj­anna.

    „Það sem er að ger­ast er viður­kenn­ing á því sem aug­ljóst er að þegar land­her Rússa verður að engu [...] þá eykst áhersl­an á kjarn­orku­vopn­in og þau eru á Kóla­skag­an­um og í norðri og þar eru kjarn­orkukaf­bát­arn­ir og brjóst­vörn þeirra teyg­ir sig al­veg hingað niður á Norð-Aust­ur­land. Og það er verið að búa sig und­ir það á sjó og í lofti, að hafa þann herafla sem þarf til að Rúss­um detti ekki í hug að láta nokkuð á sér kræla á þess­um slóðum. Því einn af lær­dóm­um Úkraínu­stríðsins er að ef þú ert ekki viðbú­inn, ef þú hef­ur ekki fæl­ing­ar­mátt þá kem­ur of­rík­is­ríkið og legg­ur hramm sinn yfir þig á þrem­ur dög­um eins og þeir ætluðu að gera í Úkraínu,“ seg­ir Björn.

    Viðtalið við Björn má sjá og heyra hér:

    Viðtal við Arn­ór Sig­ur­jóns­son, fyrr­um her­mála­full­trúa Íslands hjá NATO, má sjá og heyra hér:

    mbl.is
    Fleira áhugavert

    Innlent »

    Fleira áhugavert