Þór fór

Betri er auð bryggja en illa skipuð kunna kannski einhverjir …
Betri er auð bryggja en illa skipuð kunna kannski einhverjir að hugsa nú, Þór hefur haldið á braut og verður spennandi að fylgjast með hvar hann birtist næst eftir páskaheimsókn til Þórshafnar. mbl.is/Líney Sigurðardóttir

Auð flot­bryggja blasti við íbú­um Þórs­hafn­ar í morg­un þar sem tröllauk­inn skrokk­ur rost­ungs­ins Þórs lá í gær, bæj­ar­bú­um og gest­um til yndis­auka þótt Aron Björn Guðmunds­son lög­reglu­v­arðstjóri brygði reynd­ar skjótt við og lokaði bryggj­unni til ör­ygg­is. Vandi er að spá um hvernig vel tennt dýr, sem get­ur orðið þyngra en Toyota Yar­is full­vaxið, bregst við því að vera skyndi­lega orðið ljós­mynda­fyr­ir­sæta.

Eins og fram kem­ur í frétt­inni sem hér er hlekkjuð við var Rune Aae, doktorsnemi í nátt­úru­vís­ind­um í Nor­egi og gríðarleg­ur rost­unga­áhugamaður, ekki lengi að slá því föstu að þarna væri rost­ung­ur­inn Þór kom­inn en hann sást á Breiðdals­vík í fe­brú­ar. Þór er víðförull mjög, bú­inn að frílysta sig í Hollandi, Frakklandi og Bretlandi síðan í júlí í fyrra en eins og Aae sagði við mbl.is í gær er för hans nú lík­lega heitið á vit ætt­ingja á Græn­landi frek­ar en Sval­b­arða úr því hann milli­lend­ir á Íslandi.

Þessari mynd náði Jón Gunnar Geirdal af dýrinu skömmu eftir …
Þess­ari mynd náði Jón Gunn­ar Geir­dal af dýr­inu skömmu eft­ir að þess varð vart í gær­morg­un. Ljós­mynd/​Jón Gunn­ar Geir­dal

Hall­dór R. Stef­áns­son, sjó­maður á Þórs­höfn, veit ekki með vissu hvenær Þór fór, en við hon­um blasti auð bryggj­an í morg­un. Hall­dór var á ferð í gær og íhugaði að leggja grá­sleppu­net sín þegar Þór varð á vegi hans á bryggj­unni. Nú hef­ur Hall­dór ákveðið að vera ekk­ert að leggja net­in í bili þótt rost­ung­ur­inn loki ekki leng­ur leiðinni að mastra jó hans. Vinda­samt er fram und­an og allt í óvissu með grá­slepp­una.

Mastra jór er föngu­leg skips­kenn­ing úr skáld­skap og not­ar Hjálm­ar frá Bólu hana til dæm­is í man­söngn­um að Göngu-Hrólfs­rím­um sín­um:

Skikkju-Hrund það skemmt­un bjó,

skáld­in mjúk í svör­um,

mönd­uls þegar mastra jó

minn­is ýttu úr vör­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert