Ekki mistök að loka varnarstöðinni

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ekki voru gerð mistök á sínum tíma þegar varnarstöðinni á Keflavíkurflugvelli var lokað. Og ekki er tímabært að endurskoða þá ákvörðun, líkt og breskur varnarmálasérfræðingur hélt nýverið fram í viðtali hér í blaðinu. Það hafi sýnt sig að loftrýmisgæsla og kafbátaeftirlit Atlantshafsbandalagsins (NATO) hafi fælingarmátt.

Þetta segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra í samtali við Morgunblaðið. Þótt ekki sé lengur starfandi varnarstöð á vegum Bandaríkjanna á Keflavíkurflugvelli segir ráðherrann NATO hafa góða fótfestu hér á landi.

„Ég get alveg upplýst um það að við eigum ekki í virku samtali við Bandaríkin um endurkomu hersins. Ástæðan fyrir því er einkum sú að mun meiri áhersla er nú lögð á hreyfanleika hersveita og sveigjanleika. Þær fjárfestingar sem fram undan eru í varnarmálum hér á landi taka einkum mið af því,“ segir hún.

Varað hefur verið við stórauknum umsvifum norðurflota Rússlands á komandi árum. Utanríkisráðherra segir vel fylgst með hafinu í kringum landið. Komi hins vegar upp óvænt staða vegna norðurflotans leggi NATO eflaust til viðbrögð.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert