Fiskikóngurinn vill bara karlmenn

Fiskinkóngurinn auglýsir eftir nýjum starfsmanni, en tekur fram að ekki …
Fiskinkóngurinn auglýsir eftir nýjum starfsmanni, en tekur fram að ekki sé óskað eftir kvenkyns umsækjendum. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Fiskikóng­ur­inn, Kristján Berg Ásgeirs­son, aug­lýsti í dag eft­ir nýj­um starfs­krafti í Face­book færslu. Aug­lýs­ing­in hef­ur vakið tals­verða at­hygli en þar er sér­stak­lega tekið fram að ekki sé óskað eft­ir kven­kyns um­sækj­end­um. 

20 mín­út­um eft­ir að aug­lýs­ing­in var birt á Face­book síðu Fiskikóngs­ins, var önn­ur færsla birt þar sem kom fram að ekki væri óskað eft­ir um­sókn­um frá kven­kyns um­sækj­end­um. Einnig kvað færsl­an á um að fólk mætti sleppa því að gera at­huga­semd­ir kynjam­is­mun­un og að staður­inn væri með jöfn kynja­hlut­föll. 

„Okk­ur vant­ar ekki stúlku/​konu/​stelpu. Okk­ur vant­ar karl­kyns mann­eskju í þetta verk­efni svo þið megið sleppa að komm­enta um eitt­hvað órétt­læti og kjaftæði. Hef ekki tíma í að svara ein­hverri vit­leysu. Erum með 50/​50 á okk­ar vinnustað.“.

Færsl­unni hef­ur nú verið eytt, en skjá­skot af færsl­unni er í dreif­ingu á Twitter og hef­ur aug­lýs­ing­in valdið tals­verðu hneyksli. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert