Fiskikóngurinn, Kristján Berg Ásgeirsson, auglýsti í dag eftir nýjum starfskrafti í Facebook færslu. Auglýsingin hefur vakið talsverða athygli en þar er sérstaklega tekið fram að ekki sé óskað eftir kvenkyns umsækjendum.
20 mínútum eftir að auglýsingin var birt á Facebook síðu Fiskikóngsins, var önnur færsla birt þar sem kom fram að ekki væri óskað eftir umsóknum frá kvenkyns umsækjendum. Einnig kvað færslan á um að fólk mætti sleppa því að gera athugasemdir kynjamismunun og að staðurinn væri með jöfn kynjahlutföll.
„Okkur vantar ekki stúlku/konu/stelpu. Okkur vantar karlkyns manneskju í þetta verkefni svo þið megið sleppa að kommenta um eitthvað óréttlæti og kjaftæði. Hef ekki tíma í að svara einhverri vitleysu. Erum með 50/50 á okkar vinnustað.“.
Færslunni hefur nú verið eytt, en skjáskot af færslunni er í dreifingu á Twitter og hefur auglýsingin valdið talsverðu hneyksli.
Smart. pic.twitter.com/PUyHpKbwRe
— 𝚁 𝙰 𝙶 𝙶 𝙰 🦋 (@raggaj89) April 14, 2023