Nauðlenti í Keflavík vegna tæknibilunar

Flugvél flugfélagsins Aer Lingus á leið frá Dublin til Boston var nauðlent í Keflavík á miðvikudag vegna tæknibilunar. 

Dublin live greinir frá því að flugvélinni hafi verið snúið við yfir Atlantshafinu og lent á Keflavíkurflugvelli síðdegis á miðvikudag.

Farþegar voru fluttir með annarri vél aftur til Dublin og flugu síðan til Boston í gær. 

Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, staðfestir í samtali við mbl.is að óskað hafi verið eftir öryggislendingu vegna tæknibilunar og viðbúnaður verið í samræmi við það. 

Hann segir að vélinni hafi verið lent án vandkvæða. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka