Bæjaryfirvöld tjá sig vegna pistils kennarans

Síðuskóli á Akureyri
Síðuskóli á Akureyri mbl.is/Þorgeir Baldursson

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar hefur gefið frá sér yfirlýsingu vegna greinar Helgu Dagg­ar Sverr­is­dótt­ur grunn­skóla­kenn­ara sem birt­ist í Morg­un­blaðinu í gær, en Helga Dögg kennir í Síðuskóla á Akureyri. 

Í þeirri grein velti Helga því fyr­ir sér hvort fræðsla á veg­um Sam­tak­anna 78 í grunn­skól­um gerðist brot­leg við 99. grein barna­vernd­ar­laga. Í grein­inni lýsti Helga þeirri skoðun að fræðsla í skól­um varðandi mál­efni trans­fólks væri móðgandi og van­v­irðandi og til þess fall­in að stefna heilsu og þroska barna í hættu.

Þessi skrif Helgu hafa vakið talsverð viðbrögð, einkum neikvæð, en Kennarasamband Íslands hefur lýst því yfir að þau fordæmi þau viðhorf sem þar birtast. 

Framkvæmdastjóri Samtakanna ´78 tjáði sig einnig um málið og sagði greinina bera vott um vanþekkingu og fordóma. 

Starfsfólki beri virða mannréttindastefnuna

Í yfirlýsingunni frá bæjarstjórn Akureyrar segir:

„Að gefnu tilefni vill bæjarstjórn Akureyrar koma því skýrt á framfæri að í öllu því starfi sem sveitarfélagið hefur með höndum, er undantekningarlaust haft að leiðarljósi að tryggja jafnan rétt allra og fagna fjölbreytileikanum. Það eru grundvallarmannréttindi að allir njóti sama réttar óháð kyni, kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, starfsgetu, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu.

Lýðræðislegt og gott samfélag á borð við það sem við búum við á Akureyri byggir á því að allir séu jafnir fyrir lögum og njóti mannréttinda, á það jafnt við um börn sem fullorðna. Mannréttindi leggja grunn að velferð einstaklinga, fjölskyldna, atvinnulífs og samfélagsins alls, líkt og segir í mannréttindastefnu Akureyrarbæjar sem starfsfólki sveitarfélagsins ber að halda í heiðri í öllum sínum störfum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert